Orkurík Björk

Björk Guðmundsdóttir er réttnefnd ÍSLANDSSÓL. Í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöld var athyglisvert samtal við hana um þær hugmyndir sem komið hafa fram á vegum fjölmenns hóps sem hún hefur virkjað til starfa. Jafnvel þótt einungis brot þessara hugmynda yrðu að veruleika væri það þó skref í rétta átt. ´

Björk var rökföst og jákvæð í öllum sínum málflutningi. Hún virtist ekki óraunsæ heldur studdi mál sitt með ýmsum dæmum sem sýndu að ýmis verkefni hafa heppnast.

Ísland er lítið land og sumir hópar eiga hér erfitt uppdráttar vegna smæðar sinnar. Það er þó land tækifæranna. Takist okkur að nýta innlendan markað og stefna að þjónustu við fjölmennari þjóðir er hag okkar borgið.

Við höfum fiskinn og álið. Nú þarf að leita lengra og verpa eggjunum víðar en í álbakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hún kom með frábærara hugmyndir. Ég skrifaði mína sýn á bloggið, þar sem ég tala um hvernig ég myndi notfæra mér hugmyndir hennar. Ef allir tækju sig til og gerðu sitt besta, værum við á leið inn í spennandi og bjarta framtíð.

Villi Asgeirsson, 30.10.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: persóna

Ég elska BJÖRK.

persóna, 30.10.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband