Pirringiblandin örvænting

Fréttin af hádegisverði danska sendiherrans á Íslandi ber vott um þá örvæntingu sem gripið hefur um sig á meðal íslenskra stjórnvalda. Í gær fór eins og eldur í sinu um samfélagið sú frétt að Íslendingar myndu láta undan Bretum og Hollendingum og láta eitt yvir alla ganga - greiða einungis sparifjáreigendum hér á landi sem annars staðar 3 millj. kr samkvæmt þeim reglum sem gilda um Tryggingasjóð sparifjáreigenda. Íslendingar gætu jafnvel ekki staðið undir slíkum skuldbindingum og það vita Bretar og Hollendingar mætavel.

Telja verður afar ólíklegt að slíkt verði ofan á enda hefði það geigvænleg áhrif í samfélaginu. Hitt virðist deginum ljósara að Bretar og Hollendingar hafi fullan hug á að knýja Íslendinga til uppgjafar og hremma í leiðinni auðlindir landsins.

Þrátt fyrir óprúttnar leikreglur íslenskra fjárglæframanna sem sett hafa okkur í hóp vandræðaþjóða fer ég að efast um að við lifum í hópi siðmenntaðra nágrannaþjóða. Er nema von að Ólafur Ragnar lýsi þeirri skoðun að rétt sé að afla nýrra bandamanna.

Íslendingar minna á mús sem maður heldur í greipum sér þannig að hún geti ekki bitið frá sér. Nái músin að bíta getur sárið í greip mannsins orðið lengi að gróa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband