Er nýr stjórnmálaflokkur í burðarliðnum?

Það gengur nú fjöllunum hærra að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi krafist þess að skipt verði um yfirstjórn í Seðlabankanum. Sagt er að Geir megi ekki til þess hugsa því að Davíð ætli að stofna nýjan flokk Sjálfstæðisflokknum til höfuðs.

Á meðan ekki verður upplýst hvað raunverulega hangir á spýtunni gagnvart sjóðnum verður þetta haft sem svo að "það gæti hafa verið satt," eins og Jónas frá Hriflu sagði eitt sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það myndi aldei koma stór flokkur út úr því þar sem DO hefur nú orðið mjög lítið fylgi, flestir sjálfst.menn búnir að fá nóg af honum. Ég tel hins vegar að stór og öflugur húmanistaflokkur eigi að koma fram á sjónarsviðið sem hefði manngildi og mannrækt efst í forgangsröðuninni, að skapa hér réttlátara þjóðfélag þar sem borin er virðing fyrir náunganum hvaðan sem hann kemur eða hvaða efnalegu stöðu sem hann er í. Hafa kærleikann að leiðarljósi, umburðarlyndi og jöfnuð. Ég ætla a.m.k ekki að kjósa neinn af núverandi flokkum, ef ég mæti á kjörstað þá skila ég auðu ef ekki verður komið fram nýtt stjórnmálaafl sem er laust við hagsmunagæslu og ættarfylgjur.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 19:25

2 identicon

Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víkji ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!
 
Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi
og hroka yfirvalda sem hafa sett okkur út á kaldan klaka og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna íslendings. Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg?  Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn. Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta við að upp komist um spillinguna sem þeir halda utan um. Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?

Hvetjið alla - alla til að mæta, taka sér hádegishlé og sýna samstöðu.

Friðsamleg Mótmæli við Alþingishúsið klukkan á morgun, miðvikudag,  klukkan 12:00!

Tökum höndum saman og myndum SKJALDBORG utan um Alþingishús okkar íslendinga!

Ríkisstjórnin víki Nú Þegar!

S.R (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Veit ekki til þess að OECD sé með vald yfir stjórnarfari ríkja en það er rétt það þarf að fara að myndast flollur Íslenski Lýðveldis flokkurinn Frjálst og óháð Ísland alltaf

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.11.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband