Aðgát skal höfð

Þetta eru gleðifréttir. Eins og Jóhann Sigurjónsson gat um ber þó að fara að öllu með gát.

Erindi Görans Perssonar, fyrrum forsætis- og fjármálaráðherra Svía, hefur vakið mikla athygli og ekki síður einkasamræður sem ýmsir áttu við hann og fylginauta hans. Niðurstaða sumra þeirra virðist vera sú að ástandið hér á landi eigi eftir að versna og benda einnig til þess ummæli sem Per viðhafði í Speglinum. Einn viðmælandinn orðaði það svo að annaðhvort vissi ríkisstjórnin ekki hvert stefndi eða einungis hluti sannleikans væri sagður.

Það skal áréttað hér að undirritaður telur mikil mistök að mynda ekki þjóðstjórn eða skipa starfsstjórn til þess að fylgja eftir þeim framkvæmdum sem framundan eru því að vart verður komist hjá rækilegri uppstokkun í stjórn og stjórnarandstöðu.


mbl.is Jákvæðar vísbendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband