Vilji almennings

Geir Haarde greindi frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að hefja þyrfti undirbúning fjárlagaársins 2010 þegar eftir jól. Velti hann fyrir sér hvernig ætti að styrkja stöðu ríkissjóðs og nefndi tvennt: hærri skatta eða samdrátt í ríkisútgjöldum.

Fyrir nokkrum árum tjáði þjóðin skoðun sína á þessu máli. Þá kom í ljós í skoðanakönnun að yfirgnæfandi meirihluti vildi greiða hærri skatta til þess að hægt yrði að standa vörð um velferðarkerfið.

Vonandi ber Sjálfstæðisflokkurinn gæfu til þess að bæta fyrir þau skemmdar- eða hryðjuverk sem hann hefur haft forystu um að fremja á íslensku skatta- og velferðarkerfi. Jafnari skipting og velferð eru hugðarefni meginþorra þjóðarinnar nú sem fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband