Ég hef lengi haft gaman af að kaupa skartgripi handa konunni minni og hef iðulega gertþað þegarég hef haft efni og ástæður til. Fór ég því glaður inn á vefinn skart.is til þess að forvitnast um það sem þar er á boðstólnum.
Í fljótu bragði virtist mér vefurinn prýðilega hannaður. Uppsetningin er skipuleg og vöruflokkarnir vel aðgreindir.
En svo fór í verra. Ég fór í ýmsa vöruflokka og hugðist skoða þá. Byrjaði ég auðvitað á herraskartinu. Vér lágtekjuatvinnuleysingjar látum oss stundum dreyma. Viti menn. Enginn lýsandi alt-texti var við hlekkina. Einungis myndir. Vörukarfan virtist hins vegar aðgengileg svo að ég hefði hreinlega getað keypt mér alls kyns skart alveg blindandi og ekkert vitað hvaðan á mig stæði veðrið þegar ég fengi það afhent.
Ef hönnuðurinn hefði skoðað vefverslun Flugleiða (fyrirgefið, Iceland Air) hefði hann séð að á bak við hvern hlekk er lýsing. Þessar lýsingar gerðu það að verkum að ég hef iðulega skoðað vörulýsingar Sögubúðarinnar þegar ég hef átt leið á milli landa og ákveðið hvort ég kaupi eitt eða spyrjist fyrir um annað.
Hér með er þessari ábendingu komið á framfæri. Fallegar myndir af skartgripum ásamt góðum lýsingum selja betur en eingöngu myndir og eins og sakir standa er vefurinn skart.is ætlaður sumum en ekki öllum.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | 29.12.2008 | 23:20 (breytt 30.12.2008 kl. 22:23) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319743
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnþór.
Hún systur mín hefur verið ansi snögg að bregðast við þessu kvabbi því ég get ekki betur séð en allt sé í besta lagi á heimasíðu skart.is og allar myndir upplinkaðar við frekari upplýsingar um vöruna.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.12.2008 kl. 19:49
Sælir, Svanur og Kristinn.
Ég fæ ekki séð að orðiðhafi neinar breytingar á Vef Fjólu gullsmiðar. Af einhverjum ástæðum birtist aðeins orðið "link" á undirsíðunum þar sem herraskart, hringir, lokkar, sett o.fl. er kynnt. Hugsanlega hafa lýsingarnar verið settar inn sem myndir í stað alt-texta. Væru þessar lýsingar læsilegar á tölvusniði væri heimasíðan næstum alfullkomin.
Svo þakka ég þér, Kristinn, fyrir pistilinn um nýja örorkumatið. Reyndar skil ég ekki hvers vegna þessi pistill þinn birtist ekki á heimasíðu Öryrkjabandalagsins, en eins og þú veist hef ég engin afskipti af þessum málafloki. Ég gæti skilið birtinguna á þessari bloggsíðu ef í henni hefði falist áskorun til að gera allar heimasíður aðgengilegar og fjölga þannig atvinnutækifærum öryrkja.
Arnþór Helgason, 30.12.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.