Nýr vefur um skartgripi - betur má ef duga skal

Í daglegu lífi Morgunblaðsins í dag er kynntur nýr vefur sem gullsmiður í Keflavík hefur látið hanna og segir gullsmiðurinn viðmælanda sínum að vefurinn hafi hlotið góðar viðtökur og hrós fyrir útlitið enda sé hönnunin einföld eins og þeir skartgripir sem hönnuðurinn leggur áherslu á að framleiða.

Ég hef lengi haft gaman af að kaupa skartgripi handa konunni minni og hef iðulega gertþað þegarég hef haft efni og ástæður til. Fór ég því glaður inn á vefinn skart.is til þess að forvitnast um það sem þar er á boðstólnum.

Í fljótu bragði virtist mér vefurinn prýðilega hannaður. Uppsetningin er skipuleg og vöruflokkarnir vel aðgreindir.

En svo fór í verra. Ég fór í ýmsa vöruflokka og hugðist skoða þá. Byrjaði ég auðvitað á herraskartinu. Vér lágtekjuatvinnuleysingjar látum oss stundum dreyma. Viti menn. Enginn lýsandi alt-texti var við hlekkina. Einungis myndir. Vörukarfan virtist hins vegar aðgengileg svo að ég hefði hreinlega getað keypt mér alls kyns skart alveg blindandi og ekkert vitað hvaðan á mig stæði veðrið þegar ég fengi það afhent.

Ef hönnuðurinn hefði skoðað vefverslun Flugleiða (fyrirgefið, Iceland Air) hefði hann séð að á bak við hvern hlekk er lýsing. Þessar lýsingar gerðu það að verkum að ég hef iðulega skoðað vörulýsingar Sögubúðarinnar þegar ég hef átt leið á milli landa og ákveðið hvort ég kaupi eitt eða spyrjist fyrir um annað.

Hér með er þessari ábendingu komið á framfæri. Fallegar myndir af skartgripum ásamt góðum lýsingum selja betur en eingöngu myndir og eins og sakir standa er vefurinn skart.is ætlaður sumum en ekki öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Arnþór.

Hún systur mín hefur verið ansi snögg að bregðast við þessu kvabbi því ég get ekki betur séð en allt sé í besta lagi á heimasíðu skart.is og allar myndir upplinkaðar við frekari upplýsingar um vöruna.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.12.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Sælir, Svanur og Kristinn.

Ég fæ ekki séð að orðiðhafi neinar breytingar á Vef Fjólu gullsmiðar. Af einhverjum ástæðum birtist aðeins orðið "link" á undirsíðunum þar sem herraskart, hringir, lokkar, sett o.fl. er kynnt. Hugsanlega hafa lýsingarnar verið settar inn sem myndir í stað alt-texta. Væru þessar lýsingar læsilegar á tölvusniði væri heimasíðan næstum alfullkomin.

Svo þakka ég þér, Kristinn, fyrir pistilinn um nýja örorkumatið. Reyndar skil ég ekki hvers vegna þessi pistill þinn birtist ekki á heimasíðu Öryrkjabandalagsins, en eins og þú veist hef ég engin afskipti af þessum málafloki. Ég gæti skilið birtinguna á þessari bloggsíðu ef í henni hefði falist áskorun til að gera allar heimasíður aðgengilegar og fjölga þannig atvinnutækifærum öryrkja.

Arnþór Helgason, 30.12.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband