Á þessum bloggsíðum hefur undiritaður ekki skirrst við að vekja athygli á ýmsu sem betur mætti fara og hefur þannig skipað sér í hóp fjölda fólks sem vill stefna að betra Íslandi.
Að undanförnu hefur berlega komið í ljós hvernig samtrygging vináttu- og hagsmunatengsla hefur verið nýtt til þess að menn kæmu ár sinni fyrir borð þannig að árar annarra hafi um leið brotnað. Sjálfstæðisflokkurinn fékk síðast í gær ádrepu vegna stöðuveitingar sem vart á sér fordæmi á seinni árum. Sá ráðherra sem lét misnota sig í þessu tilviki sá ástæðu til þess að setja ofan í við þá sem veittu álitsgerðir um umsækjendur. Mér er spurn hvernig ráðherran hagar sér þegar gert verður upp við hann vegna afstöðu til fjölmargra mála og meðal annars þess að hann svaf á verðinum þegar varðmennirnir kölluðu - já, steinsvaf. Hverjum ætli hann núi því þá um nasir að þeir hefðu vart gert sér grein fyrir að hverju fór.
Eftir 17 ára setu í ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn gjörspilltur og Samfylkingin rær að því öllum árum að verða eins. Hugsanlegt er að landsfundur Sjálfstæðisflokksins taki einhverjar þær ákvarðanir sem undið geta ofan af spillingunni. Látum okkur vona að svo verði og fyllumst bjartsýni. En hvað um hinn stjórnarflokkinn?
Ég hef ákveðið að vera bjartsýnn um þessi áramót. Einhvern veginn fara nú að mér góðar fylgjur og bið ég þess að þær veiti landsmönnum lið.
Að svo mæltu þakka ég lesöndum þessara síðna gott samstarf og óska þeim og öðrum landsmönnum árs og friðar. Stjórnmálamönnum sendi ég sérstakar kveðjur og óskir um að þeir læri að skynja og skilja hvað ábyrgð er og hvað í henni felst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.12.2008 | 14:03 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst hrokinn í Árna Mathiesen og Birni Bjarnsyni ganga út yfir allt velsæmi. Þessum mönnum dettur ekki eina einustu mínútu í hug að eitthvað athugavert sé við þeirra embættisfærslur þó svo að Umboðsmaður Alþingis álykti svo.
Svo óska ég ykkur árs og friðar og bið þig að bera henni Elvu tengdadóttur þinni kveðju mína. Ég kynntist henni á Hofsós í gegnum Wincie frænku mína og kunni afskaplega vel við stúlkuna. Svo skemmtilega vill til að Elva er sú síðasta sem fæddist í gamla húsinu á Höfða en amma mannsins míns sú fyrsta sem fæddist í húsinu. Hún hét Sigríður Bryndís Pálmadóttir og pabbi hennar var prestur á Hofi. Yngri dóttir okkar Gunnlaugs Þórs Pálssonar heitir Bryndís í höfuðið á langömmu sinni. Við heilsuðum eitt sinn upp á foreldra Elvu og fengum að skoða húsið. Það var gaman.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.