Umræða byggð á staðreyndum

Í Morgunblaðinu birtast í dag nokkrar greinar um Evrópusambandið. Er þar m.a. vikið að dvínandi lýðræðu innan sambandsins og einn greinarhöfunda rekur í stuttu máli þær hættur sem kunna að vera á átökum sem Evrópuríki flækjast í m.a. vegna flókinna tengsla við Ríki eins og Íran sem standa uppi í hárinu á Bandaríkjamönnum.

Þá hefur verið boðaður í blaðinu greinaflokkur um Evrópusambandið þar sem kostir og gallar þess verða raktir frá ýmsum hliðum. Þess er að vænta að leitað verði til ýmissa höfunda um greinaskrif og þar með verði Morgunblaðið annar íslenski fjölmiðillinn til þess að fjalla um sambandið á skömmum tíma, en stutt er síðan að Halldóra Friðjónsdóttir gerði nokkra þætti um Evrópusambandið fyrir Ríkisútvarpið.

Eftirtaldar upplýsingar hafa borist um væntanlega umfjöllun Morgunblaðsins og eru lesendurhvattir til að kynna sér þetta efni.

4. janúar - Evrópusambandið (Saga, hugsjónir, gildi)

5. janúar - EES-samningurinn.

6. janúar - Landbúnaður/Byggðastefna.

7. janúar - Gjaldmiðillinn.

8. janúar - Finnland.

9. janúar - Stjórnkerfi og stofnanir ESB

10. janúar - Utanríkis- og öryggismál

11. janúar - Sjávarútvegur

12. janúar - Mannréttindi.

13. janúar - Orka- og auðlindir.

14. janúar - Umhverfismál.

15. janúar - Umsóknarferlið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband