Flýgur fiskisagan um íslensku leynilögregluna og heigulshátt grímuklæddra mótmælenda

Stefanía Óskarsdóttir birtir í Lesbók Morgunblaðsins í dag grein um fréttamat fjölmiðla. Telur hún nokkuð skorta á vandvirkni helstu fjölmiðla landsins, Ríkisútvarpsins og Morgunblaðsins, þegar fréttir af ríkisstjórnarsamstarfi eru annars vegar. Vera má að réttlætiskennd þessara fjölmiðla sé orðin slík að þrá starfsmanna eftir að ríkisstjórnin sýni ábyrgð sé farin að bera fréttamatið ofurliði.

Um þessar mundir fer eins og eldur í sinu sagan um að lögreglan (eða íslenska leynilögreglan) hafi komið flugumönnum inn í raðir grímuklæddra mótmælenda og sé þetta m.a. gert til þess að draga broddinn úr aðgerðum þeirra. Vitnast hefur að mikill hluti almennings hefur andúð á ofbeldi grímumanna og þeim heigulshætti að skýla sér bak við dulargervi til þess að þekkjast ekki.

Vilja Íslendingar frumkvæði þeirra sem þora ekki að horfast í augu við sjálfa sig og eigin gerðir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband