Afleitt sumarljós

Það er vandi að velja skáldsögu sem gera skal leikgerð eftir. Í ævisögu Lárusar Pálssonar eftir Þorvald Kristinsson eru raktar nokkrar tilraunir til þess að gera úr skáldsögum leikrit og hver vandi Lárusi var á höndum þegar hann tók að sér slíka vinnu í samráði við höfunda.

Sá sem fól leikstjóra Sumarljóss að gera leikrit úr skáldsögu Jóns Kalmanns Stefánssonar hefur farið heldur villur vegar þegar hann ákvað að skrifað skyldi verk fyrir stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu. Í skáldverki Jóns Kalmanns fer mörgum sögum fram og eru þær jafnvel ótengdar að öðru leyti en því að sama fólkið kemur fyrir í sumum sögunum. Það er því álíka fáránlegt að búa til leikgerð úr bókinni og að steypa Egils sögu, Laxdæla sögu, Njáls sögu, Grettis sögu og Heiðarvígasögu í eina leikgerð. Þó koma sömu persónur fyrir á nokkrum stöðum sagnanna. Sagt er að Jón Grunnvíkingur hafi ráðið fram úr þessu með því að endursegja Íslendingasögur í einni setningu: "Bændur flugust á.

Undirrituðum hundleiddist fyrir hlé og hefði vafalítið haldið út úr Þjóðleikhúsinu heim á leið hefði hann átt þess kost. En ákveðið var að þrauka og var seinni hlutinn örlitlu skárri enda voru þá sögurnar færri og samfelldari.

Ástæða er til að hvetja lesendur þessa bloggs til að lesa skáldverkið "Sumarljós og senn kemur nóttin" en hugsa sig þrisvar um áður en þeir eyða tíma sínum í leikverkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband