Ég minnist þess einnig þegar Lárus las Heljarslóðarorrustu Benedikts Gröndals í Ríkisútvarpið veturinn 1966 og fór þar á kostum. Pabbi hafði ævinlega haldið upp á Heljarslóðarorrustu og kynnti okkur tvíburunum nokkra kafla verksins. Hlökkuðum við því mikið til lestrarins og urðum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.
Ég minnist einnig flutnings Lárusar á kvæðum Jónasar Hallgrímssonar um svipað leyti og þar kom þjáningin svo átakanlega fram, einnig í síðustu smásögunni sem hann las. Þá var reyndar orðið á allra orði að alvarleg veikindi hrjáðu þennan ástsæla leikara.
Sumarið 1967 vorum við tvíburarnir ásamt móður okkar, Guðrúnu Stefánsdóttur og Magnúsi Sigurðssyni, skólastjóra Hlíðaskóla, á ferð um landið að safna fé fyrir Hjálparsjóð æskufólks. Þá varð á vegi okkar leikhópur Þjóðleikhússins sem var að taka saman þar sem við áttum að skemmta um kvöldið. Hlýddu leikararnir á leik okkar af því lítillæti og fordómaleysi sem einkennir góða listamenn og kynntu sig síðan fyrir okkur. Ég minnist einkum tveggja manna, Baldvins Halldórssonar og Lárusar Pálssonar. Baldvin kannaðist ég vel við úr ríkisútvarpinu, en hann lék oft í sakamálaleikritum helstu skúrkana og fannst mér að hann hlyti að vera vafasamur náungi. En í stað þess var þetta mildur maður og bauð af sér hinn besta þokka. Við Baldvin kynntumst betur síðar og áttum jafnan skemmtileg samskipti.
Hinn leikarinn var Lárus Pálsson. Ég skynjaði að þar fór maður sem gekk ekki heill til skóga, viðkvæmnislegur og þjáður. Annað skynjaði ég, en það var ást leikaranna á þessum mikilhæfa snillingi. Eftir að Lárus hvarf á braut tóku þau tal saman nokkrir leikarar, móðir mín og Magnús. Barst þá heilsa Lárusar í tal og var umhyggja leikaranna þá auðheyrð.
Þorvaldur Kristinsson hefur náð snilldartökum á efni sínu. Auk þess að vera merk heimild um ævi og störf Lárusar Pálssonar er bókin þarft innlegg í sögu íslenskrar leiklistar. Höfundur fer varfærnum höndum um efnið en skirrist aldrei að taka afstöðu til efnisins eins og góðum fræðimanni sæmir.
Einkar fróðlegt þótti mér að lesa um stofnun Þjóðleikhússins og þá baráttu sem Lárus og aðrir hámenntaðir listamenn þurftu að heyja til þess að standa á rétti sínum og listrænum metnaði. Jafnframt gerir höfundur ágæta grein fyrir metnaðarleysi og fáfræði pólitískra yfirvalda.
Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur, benti mér á það í spjalli fyrir nokkru, hversu djúpum rótum menntun fyrstu íslensku leikaranna stóð í sígildum bókmenntum og sögu Vesturlanda. Margir þeirra þekktu vel helstu bókmenntaverk nágrannaþjóða okkar, voru vel heima í klassískum fræðum eins og latínu og grísku og framsögn þeirra var vönduð, enda voru þeir flestir orðsins menn.
Þorvaldur Kristinsson hefur unnið þarft verk með gerð ævisögu Lárusar Pálssonar og eru honum hér með færðar alúðar þakkir. Það var kominn tími til að þessum merka listamanni yrði reistur óbrotgjarn minnisvarði.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | 4.1.2009 | 11:55 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.