Mælt gegn einhliða upptöku Evrunnar

Í dag birta 32 hagfræðingar athyglisverða grein í Morgunblaðinu þar sem þeir mæla gegn einhliða upptöku Evrunnar. Benda þeir á að slík aðgerð yrði engin lausn á fjárhags- eða efnahagsvanda Íslendinga. Í lok greinar sinnar draga þeir saman nokkur atriði:

Einhliða upptaka evru, samanburður við núverandi ástand

Kostir:

* Innlendur gjaldmiðill öðlast sama stöðugleika og evra gagnvart öðrum erlendum gjaldmiðlum

*Vextir munu væntanlega lækka í átt til vaxta á evrusvæðinu, en verulegt áhættuálag verður áfram á vöxtum hér á landi vegna vantrausts á íslenskan efnahag

*Viðskiptakostnaður minnkar

Gallar:

* Sjálfstæði peningastefnu glatast án þess að öryggi fjármálakerfisins sé tryggt

*Myntsláttuhagnaður tapast (áætl. 2-5 ma.kr. á ári)

*Upphaflegur aukakostnaður vegna kaupa á evrum til að setja í umferð (125 ma.kr.)

*Íslenskir bankar hafa ekki seðlabanka til stuðnings í lausafjárvanda

*Fjármagnsflótti getur sett ríkið í alvarlegan greiðsluvanda

Hvaða vandamál leysast ekki:

* Verðbólga færist ekki sjálfkrafa að verðbólgu í Evrópu

*Aukið seðlamagn í kjölfar þrýstings t.d. vegna lausafjárskorts bankanna gæti leitt til aukinnar verðbólgu

*Útganga erlendra fjárfesta af innlendum peningamarkaði og skuldabréfamarkaði kallar áfram á nýtt erlent lánsfé

*Fjármagnsflótti Íslendinga kallar áfram á nýtt erlent lánsfé

*Fjármagnsflótti getur sett bankakerfið í lausafjárvanda (og þar með á endanum í eiginfjárvanda). Ríkið getur þurft að koma til aðstoðar

*Einhliða upptaka evrunnar auðveldar ekki íslenskum einkaaðilum eða opinberum aðilum aðgang að erlendu lánsfé a.m.k. ekki litið til nokkurra næstu ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband