Í morgun fyrir birtingu setti ég hljóðnema út á svalir og tengdi mínum góða hljóðrita. Auðvitað hefur krummi ekkið látið á sér kræla.
Sömu sögu er að segja um fyrri viðskipti mín við hann. Ævinlega hefur hann þagnað þegar ég hef beint að honum hljóðnema. Annaðhvort er krummi feiminn eða heldur að hljóðneminn sé byssa.
Fyrstu samskipti okkar krumma voru ekki jákvæð. Við tvíburarnir lágum stundum úti á palli við heimili okkar í Vestmannaeyjum. Vorum við hafðir í hengirúmum þegar við vorum á öðru ári, en við fórum seint að ganga.
Eitt sinn gerðist það að taminn hrafn réðst að okkur. Við bárum víst fyrir okkur hendurnar og sköðuðumst ekki á augum.
Ég held að eðli krummans hljóti að vera fjölbreytilegt og hann upp til hópa skynsöm skepna. Hljóðin eru margvísleg og ólík eftir því hvað hann hefst að hverju sinni. Eitthvert ljótasta dýrahljóð sem ég hef heyrt hljóðritaði Magnús Bergsson. Þar réðst hrafn á þrastahreiður og má skynja illskuna í kvikindinu.
Öðru sinni fylgdumst við Elín með því þegar tveir hrafnar ætluðu að því er virtist að ræna skúmshreiður austur á Breiðamerkursandi, en við fórum þar um hjólandi. Það skipti engum togum að skúmurinn réðst að þeim og flúðu þeir sem vængir toguðu. Þá kom í þá hræðsluhljóð.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þekki Hrafninn vel. Hérna er ég með Nóa a mynd, hann er alveg eistakur karacter.
Hrafninn er í algeru uppáhaldi hjá mér,
Kv Jonas
Jónas Jónasson, 12.1.2009 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.