Ríkisstjórnin hefði tapað þorskastríðunum

Í Morgunblaðinu er ítarlega fjallað um væntanlegt flokksþing Framsóknarflokksins enda hafa margir áhuga á því. Sjaldan hefur flokknum boðist betra tækifæri til að vekja athygli á sjálfum sér, m.a. vegna þess að líkur benda til að ný forysta taki við flokknum.

Athygli mína vakti grein Sigmundar Gunnlaugs Davíðssonar sem vill verða formaður og greining hans á skuldavanda Íslendinga. Í greininni fer hann yfir undanlátssemi stjórnvalda og kemst að þeirri niðurstöðu að þau Ingibjörg og Geir hefðu sennilega tapað þorskastríðunum hefðu þau verið við völd þegar stríðin voru háð.

Þessi skoðun hefur hlotið nokkurn hljómgrunn að undanförnu. Mér skilst jafnvel að sendimenn erlendra ríkja hér á landi og gamlir sendifulltrúar, íslenskir sem erlendir, hafi viðrað þá skoðun að ríkisstjórnin hefð átt að krefjast fundar í öryggisráðinu vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar beittu Íslendinga. Þrátt fyrir eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar ber of mikið á því að forystumenn hennar komi fram sem bugaðir menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband