Uppsagnir á Stöð tvö

Í morgun bárust fréttir af því að Sigmundi Erni Rúnarssyni, fréttastjóra Stöðvar tvö og eiginkonu hans hefði verið sagt upp störfum. Þá hefur þáttagerðarmönnum einnig verið sagt upp störfum.

Sigmundur Ernir lætur að því liggja að reynslulitlir stjórnendur, sem hafi verið ráðnir að stöðinni, þoli ekki fólk með reynslu í kringum sig.

Þetta er leitt. Og það er leitt að bjóða þau hjónin velkomin í hóp reyndra stjórnenda sem reynslulitlir forráðamenn þola ekki.

Minnimáttarkenndin er mikils megnug en hefnir sín fyrr eða síðar. Þeim hjónum og öðrum, sem hafa orðið að sæta þessum örlögum, er óskað velfarnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband