Ógnartrúboð

Þótt Samfylkingin hafi nú náð ákveðnu frumkvæði í skákinni við Sjálfstæðisflokkinn er þó kálið ekki fullsopið. Ógnartrúboð Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu getur átt eftir að koma flokknum rækilega í koll. Framsóknarmenn eru flestir á móti ingöngu og svo er víst um meirihluta sjálfstæðismanna. Afstöðu Vinstri-grænna og frjálslyndra þekkja allir.

Þá benda skoðanakannanir til að meirihluti Íslendinga sé andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Á fundi Heimssýnar í dag kom m.a. fram að óeðlilegt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið ef nokkunrn veginn væri vitað fyrirfram að Íslendingar myndu fella slíkt samkomulag. Þá var minnt á þá staðreynd að inngangan leysti ekki gjaldmiðilsvanda Íslendinga og gagnrýnd sú hótun Alþýðusambandsins að gera umsókn um inngöngu að skilyrði í næstu samningum.

Nú er kominn tími til að menn viðurkenni eðli sambandsins og kannist við þann árangur sem aðrar þjóðir hafa náð og brjóta í bága við hagsmuni okkar í auðlindamalum. Íslendingar hafa sjaldan riðið feitum hesti frá samningaviðræðum við aðrar þjóðir og vart mun Evrópusambandið verða þar undantekning.


mbl.is Samfylkingin hefur náð frumkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hmm. Hvaða samningaviðræður ertu að tala um? Íslendingar riðu sjálfstæðishesti (og handritum) frá viðræðum við Dani og margir eru ánægðir með samningana um landhelgina.

Samningaviðræður þar sem við förum halloka gleymast kannski fljótt, en.... 

Sæmundur Bjarnason, 25.1.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband