Ástarlíf hrafna

Eins og komið hefur fram á þessum síðum hef ég reynt að hljóðrita hrafna að undanförnu.

Undanfarið hef ég komið fyrir hljóðnemum á svölunum hjá mér og náð nokkrum stuttum hljóðritum af krunki hrafnsins. Einn þeirra sá ástæðu til þess að svala forvitni sinni og settist á handriðið að skoða hljóðnemana. Hann varð þess fljótt var að þeir voru einskis virði, rak upp fyrirlitningarkrunk og flaug brott. Þar náði ég víðómshljóðriti af vængjatökum hans.

Nú fer í hönd sá tími að Hrafnar fara að leita sér að maka. Reka þeir þá upp sérstakt hljóð. Ef einhver á slíkt hljóð eða önnur hljóðrit af krunki hrafnsins væru þau þakksamlega þegin.

Þá er mér tjáð að hrafnar gisti í fjöllum eins og Esjunni og Helgafelli. Heyrist oft í þeim á leið inn til borgarinnar á morgnana. Frekari upplýsingar um hentuga staði til að hljóðrita krumma þigg ég með þökkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband