Ingvi Hrafn er reiður

Ég stilli stundum á ÍNN - Íslands nýjasta nýtt, einkasjónvarpsstöð Ingva Hrafns Jónssonar. Þar er oft tekið fremur rösklega á málunum.

Í gærkvöld var boðað að Björn Bjarnason kæmi í viðtal og talaði tæpitungulausar en nokkru sinni fyrr. Þátturinn hófst á því að Ingvi Hrafn reifaði það sem gerst hafði í stjórnmálum og taldi það með hreinum ólíkindum.Fór hann mikinn og brýndi raustina svo mjög að hann talaði jafnvel í falsettu. Fór það honum ekki vel.

Þegar samræður þeirra Björns hófust hafði Ingvi Hrafn greinilega ekki jafnað sig eftir hamaganginn og var fremur vanstilltur í spurningum og sleggjudómum. Björn var hins vegar rólyndið sjálft þótt undirniðri kraumaði nokkur ólga.

Á árum áður var Hrafn frægur fyrir röskleg viðtöl þar sem hann reifst við viðmælendur sína og dró hvergi af sér. Lenti ég eitt sinn í slíku viðtali og höfðum við allir gaman af sem að því stóðum. Í gær fannst mér honum bregðast bogalisti. Hann fór offari og eyðilagði í raun þá stemmningu sem hægt hefði verið að byggja upp í samtali við jafnþrautreyndan stjórnmálamann og Björn Bjarnason er. Veit ég ekki hvernig þeir enduðu þáttinn því að mig brast þolinmæði til að hlusta. Auðvitað getur Ingvi Hrafn látið eins og honum sýnist á einkastöðinni sini. En hálfgert garg fer illa í suma hlustendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hann er argasti dóni og með þessar framkomu nennir enginn að horfa á þessa stöð hans, maður lætur ekki koma svona farm við sig sem áhorfenda.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.2.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband