Hrafninn flýgur og skoðar hljóðnema

Í dag eru 25 ár liðin frá því að kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, var frumsýnd. Í viðtali á Morgunvakt Rásar eitt við Kristján Sigurjónsson lýsti Hrafn því hvernig þjófnaður á Kastrup-flugvelli varð til þess að breyta tónlistinni í myndinni og er það fróðlegt áheyrnar.

Til minningar um myndina sem enn lifir góðu lífi á meal sérvitringa, eins og Hrafn sagði sjálfur, er birt hér hljóðrit frá 30. janúar síðastliðnum. Hrafn heyrist krunka. Sé grannt eftir hlustað heyrist hvar hann tyllir sér á svalahandrið. Þar virðir hann hljóðnemana fyrir sér og hverfur síðan á braut með fyrirlitningarkrunki. Þessi andskoti er sko ekki ætur!

Áhugasömum hlustendum er einkum bent á vængjasláttinn og hreyfinguna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ótrúlega flott upptaka.

Haukur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hrafninn flýgur var meistarastykki sem var ekki síst svo heillandi fyrir það hve Hrafn var eindæma óheppinn með veður á tökutímanum !

Fyrir bragðið varð hráslaginn í myndinni svo magnaður.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband