Að gjaldfella sjálfan sig

Nú riðar Baugur til falls. Þrátt fyrir yfirlýsingar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar telja ýmsir að fyrirtækin, sem Baugur á í Bretlandi, verði þó hægt að starfrækja áfram og því er haldið fram að bankarnir muni jafnvel fara sér hægt við sölu þeirra. Um þetta verður ekki fimbulfambað að svo stöddu.

Yfirlýsing Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að Davíð Oddsson hefði sett þau skilyrði að Baugur yrði látinn falla um leið og hann er þess eðlis að hana verður að túlka sem reiðiviðbrögð. En með yfirlýsingunni gjaldfelli Jón sjálfan sig meira en margur hyggur. Ástæðulaust er að setja öll vandamál íslenska viðskiptalífsins í samhengi við persónu eins manns. Það er bæði barnalegt og heimskulegt.

Hið sama er um upphlaup ýmissa sjálfstæðismanna um þá ákvörðun forsætisráðherra að fara fram á að stjórn Seðlabankans láti af störfum. Þetta eru nauðsynlegar breytingar sem löngu eru tímabærar. Ekkert í frumvarpi ríkisstjórnarinnar ber vott um manhatur heldur fyrst og fremst það að menn eru tilbúnir að taka til hendinni í Seðlabankanum sem annars staðar. Er það vissulega nýlunda þegar sú stofnun á í hlut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband