Fokið í flest skjól

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í gær kemur fram afar merkileg greining á því ástandi sem ríkir hér á landi um þessar mundir. Höfundur bréfsins lítur m.a. til Ítalíu og ræðir breytingar á lögum þar í landi sem ætlað var að draga úr miðstjórn.

Vikið er að ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á því ástandi sem skapast hefur hér á landi og þeirri staðreynd að stjórnin hrökklaðist frá. Höfundi bréfsins er greinilega brugðið vegna þess hráskinnaleiks sem stjórnarandstaðan hefur stundað á Alþingi Íslendinga og veltir fyrir sér hvað taki við eftir næstu kosningar.

Í morgun bætir Morgunblaðið um betur í leiðara sínum og Fréttablaðið er sama sinnis. Því er haldið fram að stjórn Seðlabankans sé í raun trausti rúin og spurt er hverra hagsmuna bankastjórarnir gæti. Sú spurning brennur nú á vörum flestra Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband