Slæmt aðgengi að sumum undirsíðum ríkisskattstjóra

Nokkuð hefur verið unnið að því að bæta aðgengi að heimasíðum ríkisskattstjóra, www.rsk.is. Þar má geta að erfitt er að fylla út eyðublöð og í vefskilum vantar talsvert á að þeir, sem nýta sér vefskil, geti innt þau af hendi. Þess vegna var meðfylgjandi bréf sent í morgun.

Ég undirritaður er að reyna að basla dálítið sem verktaki. Ég hef því virkjað aftur vsk-númer og hugðist standa skil á staðgreiðslu gegnum netið. Talsvert vantar á að þjónustusíðurnar á vefskilum séu að öllu leyti aðgengilegar blindu eða sjónskertu fólki sem reiðir sig á sérstaka skjálesara. Það gengur fremur vel að greiða virðisaukaskattinn enda er það form heldur einfalt. Þegar kemur að útfyllingu vegna staðgreiðslu skatta vandast heldur málið því að erfitt er að finna íhvaða reit upplýsingar eiga að lenda. Ég vænti þess að bót verði ráðin á þessum ágöllum hið fyrsta. Óaðgengilegar heimasíður eru heimatilbúinn vandi sem hindra nokkurn hóp fólks í að njóta almennra mannréttinda og hasla sér völl í nútímasamfélagi sem byggir á upplýsingatækni. Virðingarfyllst, Arnþór Helgason ***************************************************** Arnþór Helgason, Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi. Símar: 5611703, 8973766 Netfang: arnthor.helgason@simnet.is Pistlar: http://arnthor.helgason.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband