Viðkvæmt hljóðkort

Fyrir tveimur árum keypti ég Digigram UAX-220 Mic hljóðkorttil þess að nota við HP-fartölvu. Það virtist ganga sæmilega un stundarsakir. En Adam var ekki lengi í Paradís. Fljótlega fór að bera á truflunum í hljóðkortinu og fartölvan fraus. A.m.k. tvö hljóðrit eyðilögðust hjá mér.

Nú er þetta eitt af hinum svo kölluðu Plug and Play tækjum. Einhverjir héldu því fram að um reklavandamál væri að ræða. Svo virðist vart vera. Í kvöld halaði ég niður einhverjum rekli frá Digigram en það skipti engu. Ég tengdi hljóðkortið við borðvélina og þar virkaði það eins og best varð á kosið.

Mér þykir í raun slæmt að geta ekki notað hljóðkortið við fartölvuna. Á hana vinn ég útvarpspistla mína og það myndi spara mér talsverðan tíma að geta hljóðritað kynningar beint á tölvuna í stað þess að færa þær af Nagra-hljóðrita yfir á tölvu.

Greinilegt er að þetta er eitthvert USB-vandamál. Annaðhvort koma fram truflanir, tölvan frýs eða rekur hreinlega upp öskur. Þá þýðir ekkert annað en aftengja hljóðkortið.

Tölvan sem ég nota er HP eins og ég sagði áðan með tveimur USB-tengjum. Ég er með 1 gb í innra minni. Um tíma hélt ég að talgervillinn truflaði hljóðkortið en svo virðist ekki vera. Ég hef reynt að slökkva á honum og séð hef ég til þess að hann ræsi sig ekki sjálfkrafa. En allt kemur fyrir ekki. Á heimasíu Digigram er mönnum ráðlagt að taka allar orkusparnaðarleiðir úr sambandi og gerði ég það einnig. Það dugði ekki að heldur. Þetta verður því víst óleyst vandamál um tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Sæll Arnþór. Er einhver munur á því að hafa fartölvuna í sambandi við rafmagn eða ekki?

Ég hef stundum lent í svona vandræðum með fartölvur og Protools (M-Box)

Þú getur prófað eitthvað af þeim ráðum sem hafa dugað þar:
Læt hér fylgja nokkur ráð úr Protools manual, sem oft hafa dugað vel við svipaðar aðstæður:

Þú getur búið til sérstakan "startup profile" á harða disknum með minimal truflunum frá öðrum þáttum tölvunnar.

Disabling non-essential devices:

You should be back in the Hardware tab of System Properties - click on Device Manager.

  • Click on the '+' symbol next to Network Adapters.
  • Double-click on the first device listed and select the 'Do not use this device in the current hardware profile (disable)' option under Device Usage.
  • Close that device's properties dialog and repeat the last step for the next device listed.
  • All items under Network Adapters, Ports, and any default or built-in soundcard listed under Sound, Video, and Game Controllers should follow suit (disabling your network adapters will prevent you from using the internet).

  • Open the Universal Serial Bus controllers, and for any USB Root Hub, do the following:
  • Right-click and select 'Properties.'
  • Click on the Power Management tab and uncheck the 'Allow the computer to turn off this device to save power' option.
  • Click 'Okay' to go back to the Device Manager.
  • If you have any external FireWire drives, open the Disk Drives list and right-click on the icon of that drive to select 'Properties.'
  • Go to the Policies tab and make sure the device is set to 'Optimize for Quick Removal.'
  • Click 'Okay' to go back to the Device Manager.


  • You can now close the Device Manager and go back to the System Properties dialog




Disabling non-essential startup tasks and services:





  • Click on the Start menu and select 'Run.'
  • Type "msconfig" in the prompt and click 'OK.' This will bring up the System Configuration Utility.
  • In the General tab, click the 'Selective Startup' radio button.
  • Uncheck everything but 'Load System Services.'
  • Click on the Services tab, and you'll see a 'Hide all Microsoft services' checkbox at the bottom - ensure this box is CHECKED, then select 'Disable All.'
  • Now uncheck the 'Hide all Microsoft services' box, and you should see the list of services refresh with some default services and a green check in their box.
  • Click 'OK' on the System Configuration Utility window to close. It will ask you to restart - do so.
  • Note: If you want to go back to your normal startup, simply run 'msconfig' again and select 'Normal Startup.' Also, this step will disable most anti-virus software (this is a good thing when running Pro Tools).




Elinóra Inga Sigurðardóttir, 28.2.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Sæll Arnþór

Sendi þér hér slóð á leiðbeiningar fyrir ProTools (MBox), sem eru almennar og geta stundum komið sér vel í svona tilvikum og má yfirfæra á ýmislegt annað. Þær ganaga út á að búa til sérstakan "profile" fyrir kortið og taka allt ónauðsynlegt í tölvinni úr sambandi. Einnig kemur sér vel að nota sérstakan harðan disk til að geyma upptökur á (líkt og við myndvinnslu í Photoshop):


http://www.digidesign.com/index.cfm?navid=73&itemid=30306&langid=1

Júlíus Valsson, 28.2.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband