Jón Baldvin Hannibalsson hefur jafnframt ákveðið að gefa kost á sér til formennsku. Vafalaust veit hann að Ingibjörg muni hafa hann undir. Samviska Jóns segir honum samkvæmt viðtali Ríkisútvarpsins við hann að hreinsa þurfi til í forystu Samfylkingarinnar og þess vegna bjóði hann sig fram gegn Ingibjörgu sem var við völd í efnahagshruninu.
Sitthvað er til í þessu hjá Jóni. Ingibjörg tók virkan þátt í því ásamt Geir Haarde og Ólafi Ragnari að fegra íslensku útrásina löngu eftir að henni hlaut að hafa orðið ljóst hvert stefndi. Skiptir þá enguhvort Davíð varaði hana við.
Jón Baldvin verður þó einnig að muna að hann átti drjúgan þátt í að leiða frjálshyggjuöflin til valda árið 1991 þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð. Þá hófst undir eins árás á velferðarkerfið og henni linnti ekki fyrr en stjórnvöld biðu ósigur fyrir Garðari Sverrissyni og Öryrkjabandalaginu. Undanhaldið hófst árið 1998.
Það voru að vísu fleiri sem langaði í ríkisstjórn með Davíð vorið 1995 þegar Viðeyjarstjórnin var í andarslitrunum og þar á meðal fyrrum formann Alþýðubandalagsins, en ég heyrði sjálfur þegar hann biðlaði til Halldórs Blöndals um stuðning. Fáir vissu þá að Davíð hafði ákveðið að taka Halldór Ásgrímsson í stjórnina og fórna Jóni.
Þar sem Jón Baldvin var annar höfundur Viðeyjarstjórnarinnar sem hóf árásirnar á velferðarkerfið hlýtur hann að velta fyrir sér hver eigi að kasta fyrsta steininum. Jafnframt verður Samfylkingin að svaraþví afdráttarlaust hvort Jóhanna verði við völd út næsta kjörtímabil fái flokkurinn umboð til að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Fortíðin hræðir í þessum efnum sem öðrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.2.2009 | 13:08 (breytt kl. 14:09) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 319775
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Baldvin Hannibalsson er annar aðal höfundur efnahags hrunsins á Íslandi ásamt Davíð Oddssyni. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gerði frjást flæði peninga og kross eignamyndun fyrirtækja möguleg, Jón Baldvin var aðal samningastjóri Íslendinga við E.S.B.
Óvíst er að hagnaður Íslendinga af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sé nokkur, íþyngjandi ákvæði samningsinns vegi þar meira, þess utan siðleysi stjórnmálamanna að gera alþjóðasamning sem íþyngir þegnunum með vitlausum reglum, eyðilaggði raforkukerfið, stal af okkur Símanum svo fátt eitt sé talið.
Ef Jón Baldvin á stuðning kjósenda til þingmennsku og hvað þá formennsku í Samfylkingunni, er pólítíkst mynni á Íslandi styttra en veðurmynni, og er þá langt til leitað.
Jónas Sigurðarson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.