Flugur í fjöru

Birgir litli Þór var hjá ömmu og afa í fóstri í nótt. Við ætluðum í fjöru í dag að sýsla ýmislegt skemmtilegt. En sá stutti fór að kasta upp í morgun svo að ekkert varð af fjöruferð og faðir hans sótti hann um nónbil.

Við hjónakornin fórum út í Gróttu áðan og hlustuðum á Atlantshafið spjalla við vitann. Greina mátti þungar drunur brimsins. Stafalogn var og undursamlegt veður. Í svona veðri hefði verið gaman að hljóðrita tónbrigði sjávarins.

Við héldum göngunni áfram meðfram ströndinni og nutum blíðunnar. Ský dró fyrir sólu. Sólin gbraust fram úr skýjum þegar dró að lokum göngunnar og skreytti umhverfið. Í fjörunni voru flugur enda lýkur febrúar í dag og senn vorar. Gísli Halldórsson, leikari, notaði einungis tvær árstíðir. Sumarið hófst 1. mars og veturinn 1. nóvember. Hvorki var haust né vor í hans dagatali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband