Kardimommubærinn og fjárglæfraþjófarnir

Við hjónin fórum á Kardimommubæinn í dag. Með okkur voru Hringur, Birgir Þór, Árni og Elfa. Báðir piltarnir skemmtu sér konunglega þótt annar væri á 15. ári og hinn nýorðinn fjögurra ára. Við fullorðna fólkið skemtum okkur einnig vel. Það var ánægjulegt að rifja upp gömlu söngvana og að hljómsveit skyldi vera í gryfjunni. Róbert Arnfinnssonhefur nú sagt af sér sem Sebastían og annar yngri maður, Baldur Trausti Hreinsson, tekið við. Honum fórst hlutverkið vel úr hendi eins og reyndar öllum leikurum sem tóku þátt í sýningunni. Tónlistin var söm við sig en örlítið bólaði stundum á rokki. Einna helst fannst mér að draga hefði mátt úr mögnun hljóðfæranna.

Boðskapurinn í Kardimommubænum er einfaldur. Allir eiga að vera góðir og enginn má stela frá öðrum. Forðast ber refsingar en leysa málin með atvinnu.

Hvernig væri nú að þessi 30-50 manna hópur, sem sagður er hafa steypt Íslandi í glötun, yrði boðaður á Kardimommubæjarsýningu og síðan leitað leiða til þess að fá hópin til að skila einhverju af auðæfum sínum til samfélagsins. Síðan gætu útrásarvíkingarnir fengið vinnu við sitt hæfi að undangengnu hæfnismati sem sérskipaður dómstóll almmenintgs, sem hefur borið skarðan hlut frá borði, dæmdi.<


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband