Lag allra laga, gleðigjafinn mikli - Austrið er rautt

Fyrir nokkru rakst ég á upplýsingarum breskt tónskáld, Cornilíus Cardew að nafni (1936-1981). Hann var einn af fyrirmyndarnemendum Karlheinz Stockhausens og þótti skara svo fram úr að hann var beðinn að taka þátt í alls konar rannsóknum sem Stockhausen stundaði og jafnvel var hann fenginn til að leggja lokahönd á tónverk hans.

Cardew aðhylltist ýmsa strauma og stefnur í nútímatónlist á 7. áratugnum en snerist síðan öndverður gegn Stockhausen og tilraunum hans og nefndi þær tónlistarheimsvaldastefnu. Þannig varð Stockhausen tónlistarheimsvaldasinni.

Cornilíus Cardew aðhylltist kenningar Maos formanns og samdi jafnvel verkið "Lengi lifi Mao formaður". Hann útsetti einnig nokkra lofsöngva um formanninn.

Þessum pistli fylgir hljóðrit af píanóútsetningu Cardews á gömlum, kínverskum ástarsöng, Austrið er rautt, sem varð síðar lofsöngur um Mao formann og ígildi þjóðsöngs um tíma. Bið ég hlustendur að njóta þessarar útsetningar, orkunnar og gleðinnar sem henni fylgir ekki síst í ljósi þess að sólin kemur nú upp fyrir kl. 8 á morgnana og sest rétt fyrir kl. hálf átta á kvöldin.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband