Prófkjörið um helgina

Ýmislegt í prófkjöri helgina sá hver maður fyrir. Þannig varð ljóst að lítil endurnýjun yrði innan Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Þær breytingar sem urðu á uppstillingu Sjálfstæðisflokksins voru að mestu bitamunur en ekki fjár. Hið sama er hægt að segja um Samfylkinguna að öðru leyti en því að í Reykjavík beið Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ósigur. Það hlýtur að vera eitthvað að þegar einum af ráðherrum flokksins er ekki treyst til að vera þar fremst í flokki.

Innan Vinstri grænna varð svo sem ekki mikil endurnýjun heldur og þykjast þeir góðir af því enda hafi þeir enga ábyrgð borið á bankahruninu. Framsókn stendur upp úr, en þar var heldur betur hreinsað til.

Svo er að heyra að ýmsir óttist að Framsóknarforystan standi vart undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. Tillögur formannsins um 20% flatan niðurskurð á skuldum heimilanna þykja allt að einfeldningslegar og ýmsir hafa haft efasemdir um framgöngu hans vegna þeirra mála sem lögð hafa verið fyrir Alþingi.

Um Frjálslynda flokkinn og Kristin Gunnarsson er best að segja sem minnst. Flokkurinn virðist nú á leið í frumeindir sínar og Kristinn dæmdi sig sjálfur úr leik með því að ganga úr flokknum, koma við í Samfylkingunni í nokkrar klukkustundir og hverfa þaðan aftur yfir í Framsóknarflokkin þegar séð varð að hann kæmist ekki í prófkjör hjá Samfylkingunni. Heitir það ekki að vera hentistefnumaður í stjórnmálum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband