Samviskulausir fjármálaaulabárðar

Eva Joly telur hugsanlegt að ráðamenn íslenskra banka hafi gerst sekir um lögbrot með undanskoti fjár til skattaparadísa og að féð verði vart endurheimt vegna vanhugsaðra fjárfestinga.

Sparisjóðurinn Byr tapaði 29 milljörðum króna á síðasta ári, en þá greiddi sjóðurinn eigendum sínum 13,5 milljarða í arð. Þó hafði stofnféð aukist vegna þess að menn vildu styrkja sparisjóðinn.

Okkur var talin trú um að bönkunum stjórnuðu vel menntaðir og ungir menn. Voru þeir kannski fáfróðir aulabárðar?

Sparisjóðsstjóri Byrs sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að í apríl hefðu menn ekki séð hvað væri á næsta leiti. Og nú hugsa menn sér að sækja í ríkissjóð um svokallað eiginfjárstyrk eða hvað það kallast og taldi sparisjóðsstjórinn að um gæti verið að ræða allt að 10 milljörðum króna frá almenningi.

Hvað segir almenningsálitið um það?

Hvað segir almenningsálitið um fjárhagslega heilsu Byrs?

Er þeim sem hafa spillt fjárhagslegri heilsu sinni ætlandi að efla fjárhagsheilsu annarra?

Hvað er fjárhagsleg heilsa?

Varða kannski auglýsingar Byrs um fjárhagsheilsuræktina við lög?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband