Græn orka úr sjó

Í daglegu lífi Morgunblaðsins í dag birtist afar merkilegt viðtal Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur við Leo Christensen, sérfræðing frá Lálandi í Danmörku. Lýsir hann því hvernig Lálendingar brugðust við fyrir nokkrum árum, þegar atvinnuleysi var þar um 20%. Hófust menn þá handa við “grænan orkuiðnað”.

Leo fullyrðir að hér á landi séu allar aðstæður fyrir hendi til þess að Íslendingar geti orðið sjálfum sér nægir um lífrænt eldsneyti og bendir m.a. á að sjávarþörungar séu taldir einkar hentugir til slíkrar framleiðslu. Flytur hann erindi í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 12:15.

Að vísu hefur verið gagnrýnt að lífrænt eldsneyti dragi lítið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en því fylgja vissulega margvíslegir kostir. Hér á landi væri hægt að framleiða slíkt eldsneyti án þess að ganga á land sem hentar til hefðbundins landbúnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband