Hvað sem um Sigurð má segja verður hann að kannast við að hafa átt þátt í að koma eignum manna undan í svokölluð skattaskjól sem betur væru kölluð þjófahreiður. Flest af því aðhafðist hann í skjóli bankaleyndar. Þótt vissulega verði að gæta trúnaðar um ákveðin mál sem snerta hagi einstaklinga verður ekki þagað yfir því sem varðar jafnvel við lög og hagsmuni íslensks þjóðfélags. Ætli Sverrir Hermannsson hefði ekki orðað þetta svo að Sigurður hefði í gær reynt að klóra yfir eigin skít. Verði Davíð Oddsson til þess að koma upp um sviksamlegt athæfi manna eins og stjórnenda bankanna hlýtur hann vafalítið þakkir fyrir hjá almenningi sem situr nú eftir með sárt ennið.
Þá birtist í morgun grein eftir Björgvin Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, þar sem hann sver af sér sögur um einkahlutafélag og 100 milljóna króna afskriftir. Ég held að augljóst sé hvernig þessi saga komst á kreik.
Eftir bankahrunið í haust krafðist fjöldi fólks þess að Björgvin segði af sér sem ráðherra.Ástæðurnar voru nægar. Hann var í raun ráðherra bankamála þótt hann væri lítt eða ekki hafður með í ráðum og olli ekki því verkefni. Skýringin var sögð sú að hann skuldaði tvö lán vegna húsnæðiskaupa og hefði því ekki efni á að hætta sem ráðherra. Þannig heyrði ég söguna um mánuði eftir að bankarnir hrundu.
Það er ekkert nýtt að ein fjöður verði að heilu hænsnabúi. Í þessu tiltekna máli getur Björgvin, sem er vafalaust hinn vandaðasti maður, kennt sér að nokkru um hvernig fór. Hann neitaði að axla ábyrgð og sagði ekki af sér fyrr en ákveðið hafði verið að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.
Hvernig sem Björgvin fer að verður erfitt fyrir hann að komast hjá því að svara þeirri spurningu hvers vegna hann axlaði ekki pokann sinn og fór úr viðskiptaráðuneytinu þegar allt var hrunið. Hver veit nema það hefði dregið þann dilk á eftir sér að fleiri hefðu orðið að gera slíkt hið sama.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjármál | 18.3.2009 | 10:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnþór. Góður pistill hjá þér en ég vara menn við nornaveiðum á þessu stigi málsins. Björgvin, einkahlutafélag og afskriftir? Við getum ekkert fullyrt um það mál eða tekið mark á gróusögum.
Mergurinn málsins er þessi: Sérstakur saksóknari, vonandi með aðstoð Evu Joly og annarra erlendra aðila (eins og almenningur krafist strax að útlendingar kæmu að rannsókninni) verða að bretta upp ermar. Vor íslenska þjóð er í áfalli og áfallahjálpin snýst um að finna hina seku og þeir verði látnir svara til saka eins og í réttarríki sæmir.
Kveðja,
Muggi.
Guðmundur St Ragnarsson, 18.3.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.