Þrettándakvöld Naddhristis

Í gærkvöld fórum við á Þrettándakvöld eftir breska skáldið Vilhjálm Naddhristi en gleðileikur þessi, þar sem ber á góma misskilning, einelti af verstu tegund og hvers kyns skrípalæti, er nú sýndur á fjölum Þjóðleikhússins.

Upphaf leiksýningarinnar er hreint með ólíkindum og eru gestir hvattir til þess að koma ekki á síðustu stundu. Leikarar stóðu sig almennt firnavel, einkum Arnar Jónsson sem fór á kostum, rómsterkur, blæbrigðaríkur og talar íslensku eins og hún getur fegurst orðið.

Tónlistin pirraði mig dálítið. Hún var einatt ofnotuð og spillti snilldartexta Helga Hálfdanarsonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband