Lögleiðing þjófnaðar ólíkleg

Það verður að telja ólíklegt að Hæsti réttur lögleiði þjófnað hugverka eins og umsjónarmenn tiltekinna heimasíðna hafa ástundað. Fjölmargir listamenn hafa eytt bæði fjármunum og tíma í að semja og hljóðrita tónlist sem birt hefur verið á netinu og einhverjir óprútnir einstaklingar hafa gefið öðrum kost á að stela.

Íslendingar hafa umgengist höfundarrétt af mikilli óvirðingu. Fyrir tæpum tveimur áratugum var mér sagt að sýnd væri um borð í Herjólfi auglýsingamynd um Vestmannaeyjar sem hverfðist um samnefnt lag mitt. Ég forvitnaðist um það hjá Stefi hvort greidd hefðu verið gjöld af laginu. Svo var ekki og fól ég því Stefi að stöðva sýningu myndarinnar.

Svo fór að kvikmyndagerðarmaðurinn tapaði nokkru fé fyrir að nýta lagið í heimildarleysi. Myndin var einungis sýnd í eina viku í stað þriggja mánaða. Einungis einn auglýsisandi var sagður hafa greitt fyrir sína auglýsingu. Þegar upp var staðið voru það einungis 5.000 kr sem skildu á milli feigs og ófeigs. Að vísu var mér tjáð að ég hefði getað farið fram á mun hærri upphæð í skaðabætur en ég lét taxta Stefs gilda.

Þarna gerðist höfundur auglýsingamyndarinnar, sem ég nefni ekki hér, sekur um hugverkaþjófnað.


mbl.is Áfrýjun ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband