Græðgin eirir engu

Sparisjóðirnir í landinu voru stofnaðir af framsýnu fólki sem vildi tryggja eftir föngum fjárhagslegt sjálfstæði. Flestir þeirra voru vel rekin fyrirtæki sem mörkuðust ekki af gróðafín fjárglæframanna.

Þegar einhverjir komust að því að sennilega væri hægt að hremma sparisjóðina með því að bjóða í stofnfjárhlutina varð fjandinn laus. Þá kom berlega í ljós Sturlungaheilkennið sem hrjáð hefur þessa þjóð öðru hverju síðan brestir komu í goðaveldið á 12. öld og menn tóku að sölsa undir sig goðorðin.

Í Spegli Ríkisútvarpsins var miðvikudaginn 18. þessa mánaðar afar skilmerkileg lýsing á yfirtöku fjársterkra aðila á stofnfjárhlutum sparisjóðanna og þeirri þróun sem leiddi til að þeim var mörgum breytt í hlutafélög. Má reyndar halda því fram að stjórnvöld hafi látið hrekjast undan miskunnarlausri ágengni ágjarnra fjárglæframanna sem hugðust geta malað gull með eign sinni í sparisjóðunum.

Þessir sömu menn sitja nú eftir með sárt ennið í þessum sökum sem öðrum. Þeir hafa glatað stórfé. Það er þó ekki verst. Starfsfólkið hafa þeir dregið með sér og skilja eftir auðn, já nakta auðn.


mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa þeir glatað fé eða hvarf það neðanjarðar eða lengra?

EE elle (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband