Í janúar var mér tilkynnt að ekki gæti orðið af ráðningu í starfið. Var mér bent á að ég gæti óskað rökstuðnings. Í dag barst hann boðsendur á blindraletri frá þekkingarmiðstöðinni. Þar segir m.a.:
Í auglýsingunni kemur fram að óskað er eftir einstaklingi til að vinna að yfirfærslu af svartletri og yfir á blindraletur, stækkað letur og þreifiefni. Í því felist m.a.:
- Öflun bókar/efnis.
- Að koma efninu yfir á rafrænt lesanlegt form.
- Að yfirfæra efnið á það form sem notandinn þarf.
- Þátttaka í hönnun og útfærslu framsetningar efnis.
- Að tryggja gæði framleiðslunnar.
- Að fylgjast með nýjungum á sviðinu.
-
Fleiri atriði eru talin upp í bréfinu. Skemmst er frá því að segja að ég var ekki talinn hæfur til þess að mæta í viðtal vegna starfsins.
Einstaklingur sá, sem ráðinn var til starfsins, hefur svipaða menntun og ég nema hvað menntun hans í uppeldis- og kennslufræði er mun minni.
Það eina sem hann hefur hugsanlega fram yfir mig er að geta teiknað myndir í tölvu.
Ég hélt, þegar ég sá auglýsinguna, að menn myndu e.t.v. átta sig og endurskilgreina starfið vegna þess að nær útilokað er að maður geti sinnt öllum þessum hlutum svo að vel sé.
Ég hef lesið blindraletur í tæp 50 ár, stóð að tölvuvæðingu þess og sá um að útetga þann tækjakost sem er enn að miklu leyti notaður til prentunar blindraleturs. Þá samdi ég þann staðal sem notaður er í blindraletursskjám hér á landi og endurskoðaði blindraletrið á 9. áratugnum ásamt Hilmari Skarphéðinssyni, kerfisfræðintgi.
Úr því að ég fékk ekki að spreyta mig á þessu starfi held ég að flest sund séu lokuð.
Ég hef beðið starfsmann þekkingarmiðstöðvarinnar um afrit bréfsins á svartletri vegna áframhaldsins sem hlýtur að verða eitthvert.
Nú vinnur enginn við gerð blindraleturs hjá Þekkingarmiðstöðinni sem hefur haldgóða þekkingu á því eða er vel læs á blindraletur.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.