Þjófavarnastofnun ríkisins!

Ýmis mál tengd bankahruninu hafa komist í hámæli eftir að blaðamenn hrundu umræðunni af stað og hefði fjármálaeftirlitið mátt lesa betur það sem skrifað var um ýmislegt áður en ósköpin dund yfir.

Ef fjórmenningar þeir, sem fengið hafa bréf frá eftirlitinu, verða knúðir til sagna eða mál höfðað gegn þeim er hætt við að lítið fari fyrir virðingunni fyrir sannleikanum hér á landi. Þá bregst fjármálaeftirlitið við gegn málfrelsi og með útrásar- og græðgisvíkingum.

Af fréttum í dag er orðið ljóst að nauðsynlegt er að herða sóknina til þess að þeir, sem hrundu ósköpunum af stað, verði sóttir til saka. Hvað er til dæmis fyrrum stjórnarformaður Kaupþings annað en þjófur? Og sömu spurninga mætti spyrja um fleiri.

Kannski stofna þeir samtök sér til varnar. Ætli innbrotsþjófum yrði hleypt að sem félagsmönnum? Sennilega ekki nema þeir hafi hlotið einhvers konar sérmenntun í faginu sem viðurkennd er af íslenskum eða erlendum háskólum.

Áfram, Agnes, Egill, Kristján og Þorbnörn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband