Ótvíræð forysta Árvakurs og mbl.is - framsækins miðils á heims vísu

Morgunblaðið hefur haft algera sérstöðu hér á landi um miðlun efnis með þeim hætti að þeir sem geta ekki fært sér í nyt hefðbundið prentað letur, geti notið efnis úr blaðinu. Um miðjan síðasta áratug var hrundið af stað sérstakri netútgáfu Morgunblaðsins fyrir blinda og sjónskerta. Þegar kerfið hrundi um áramótin 2000 brugðust þeir mbl-menn við með þeim hætti að aðlaga Windows-efnið þannig að nú geta allir þeir, sem hafa aðgang að tölvum með blindraletri eða gervitali lesið Morgunblaðið og það sem er á mbl.is.

Aðlögun Þulunnar er jákvætt skref sem vissulega er allrar athygli vert. Standa þarf þannig að hönnun búnaðarins að unnt verði að hlaupa á milli greina og blaða þannig gegnum efni blaðsins. Nú er það harla erfitt í pdf-útgáfunni því að skjálesarar skynja ekki fyrirsagnir og stundum fara dálkar á tvist og bast. Þetta hefur mbl.is þó leyst farsællega með auðlesnu útgáfunni sem er til fyrirmyndar á heims vísu.

Ég leyfi mér að vona að einhver notandi verði hafður með í ráðum þegar hinn nýi hugbúnaður verður prófaður. Útgáfa talgervilsins Röggu, sem kom á markaðinn í fyrra, er glöggt dæmi um það hvernig farið getur séu notendur ekki hafðir með í ráðum.

Mbl.is er framsækinn netmiðill á heimsvísu sem Íslendingar, hvar í flokki sem er, geta verið stoltir af. Metnaður starfsmanna er til hreinnar fyrirmyndar.


mbl.is Þulan færir út kvíarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona fyrir utan það að fyrirsagnir eru misvillandi, myndir oftast nær ótengdar, og tækni og vísindi fréttir í helming tilfella illa þýddar eða bara hreint út sagt vitlaust þýddar, og að alltof margar fréttir eru bara augljósar auglýsingar fyrir fyrirtæki (dæmi:Nova fréttirnar), þá já, við getum verið stolt af mbl.is

Ekki það að þetta lesblindradæmi þeirra allt sé ekki til fyrirmyndar.

Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband