Baneitraður sérhagsmunagæsluflokkur

Það verður stöðugt deginum ljósara hvaða hlutverk lykilmenn innan Sjálfstæðisflokksins gegndu á þeim tímum er "allt lék í lyndi" og peningar spruttu upp eins og gorkúlur.

Síðustu tíðindin gera iðrun sjálfstæðismanna á síðasta landsfundi að innantómum orðum. Það dugar vart til að bæta orðstír flokksins þótt hann endurgreiði þær 55 milljónir sem honum voru gefnar af flokksgæðingum sem glutruðu síðan öllu úr höndum sér - nei, ekki einungis eigin höndum heldur settu gjörvalla íslensku þjóðina á kalda klakann. Þetta er flokkurinn sem afnam hátekjuskattinn og kreppti svo að öryrkjum og öldruðum að þeir tóku að greiða tekjuskatta sem aldrei fyrr.

Oddný Thorsteinsson, sendiherrafrú, las eitt sinn í útgarp barnasögu. Þar sagði frá rússneskum galdrakarli sem hafði í frammi alls kyns kúnstir. Meðal annars framkallaði hann gífurleg auðæfi úr engu. Þegar kreppti að karlgreyinu, sem var mörg hundruð árum á eftir tímanum, gufaði allt saman upp. Allt varð eins og áður og enginn þurfti að gjalda fyrir dynti og afglöp gamla mannsins.

Sjálfstæðis- og framsóknarmennirnir, sem véluðu um íslenska hagsmuni og gera jafnvel enn, voru líkir gamla, rússneska galdramanninum að því leyti að allt er nú gufað upp. Þeir standa galdrakarlinum aftar að því leyti að fjöldi fólks - mikill hluti þjóðarinnar - situr nú með sárt ennið og sér ekki fyrir endann á vandræðum sínum.

Lagt er til að Ríkisútvarpið endurflytji lestra Oddnýjar thorsteinsdóttur og Blindrabókasafn Íslands fái leyfi til að gefa hljóðritið út fyrir almennan markað. Útgáfan verði í minningu nafngreindra fjárplógsmanna sem studdu Sjálfstæðisflokkin í nafni fyrirtækja sem þeir höfðu hremmt. Þá er einnig lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn skipi nefnd til að fara ofan í saumana á hegðun þessara manna sem flokksforystan veit vel hverjir eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hjartanlega sammála ÖLLU sem þú segir um RÁNFUGLINN.  Hann er flokkur sem er því miður "sérhagsmunagæsluflokkur" og í raun má segja að LÍÚ, SA og Verzlunarráð (Herforingjaráð) hafi stýrt flokknum með skelfilegum afleiðingum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðina alla!  Sem fyrrum sjálsfstæðismaður er ég alltaf að bíða eftir því að flokkurinn fari í "alvöru uppgjör & hreinsun".  Valdahroki BLÁSKJÁ og sú stefna að vinna ávalt með "auðstétt" og gleyma öllum þeim frábæru gildum sem flokkurinn átti að standa vörð um, það er bara sorgarsaga!  Ég hef enga trú á nýr formaður valdi því starfi sem hann fékk út á nafnið sitt.  Ég vona innilega að Sjálfstæðisflokkurinn fari að ná áttum, þarna verður augsjáanlega að hreinsa vel út.....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband