Hugsað um sig og sína

Áður en gjaldeyrishöftum var rift um miðjan síðasta áratug og stjórnvöld stýrðu genginu í þágu sjávarútvegsins í stað þess að lækka launin voru ævinlega teikn á lofti um aðvífandi gengisfellingar. Góðvinir og vildarmenn stjórnarflokkanna fengu iðulega pata af því sem í aðsigi væri og gátu því keypt nýja bíla og sitthvað fleira áður en gengi krónunnar lækkaði. Almenningur fékk einnig pata af þessu og rauk til að kaupa heimilistæki ásamt margs konar varningi á lága verðinu. Jafnvel auglýstu fyrirtæki í þessa veru: "Fáið ykkur ískáp frá j.j. og Vilhjálmsson áður en gengið lækkar."

Því skal þetta eifjað upp að nú hefur komið í ljós að gjafirnar til Sjálfstæðisflokksins, sem uppvíst varð um í gær, voru greiddar skömmu áður en lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Forysta flokksins, a.m.k. hluti hennar, virðist hafa séð sér leik á borði og gengist fyrir þessum gjöfum á meðan tóm var til.

Skyldi mönnum ekki hafa dottið í hug að haga gildistöku laganna þannig að unnt yrði að klóra dálítið í bakkann vegna fjárhags flokksins áður en það yrði of seint?

Hvað ætli kjósendur í öðru Reykjavíkurkjördæmanna hugsi áður en þeir merkja við D?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband