Sjálfsónæmisveira íhaldsins

Ekki batnaði hlutur sjálfstæðismanna eftir kvöldfréttir sjónvarpsins og viðtalið við Bjarna Benediktsson. Í ljósi þess að beinar vísbendingar hafa komið fram um ósannsögli Kjartans Gunnarssonar og arftaka hans í stöðu framkvæmdastjóra flokksins er nær fullvíst að allur sannleikurinn er ekki sagður enn og Bjarni virðist ætla að láta kyrrt liggja. Hvernig getur formaðurinn treyst mönnum í miðstjórn flokksins sem segja fjölmiðlum fyrst í stað að þeir hefðu ekki vitað af styrkjunum? Þeta minnir óþægilega á upphafs máls nokkurs sem kom upp kringum þingmann nokkurn fyrir fáum árum og tengdist einnig Sjálfstæðisflokknum.

Það virðist víðsfjærri reyndum stjórnmálamönnum hér á landi að axla ábyrgð. Dæmi um slíkt fólk eru ráðherrar fyrrum ríkisstjórnar, einkum fyrrum forsætisráðherra og fjármálaráðherra, utanríkis- og viðskiptaráðherrar. Þá bætist nú Guðlaugur Þór í flokkinn.

Óvíst verður að telja að Sjálfstæðisflokknum takist að þvo af sér ósannindaóværuna fyrir þessar kosningar.

Einu sinni sagði merkur maður: "Engin íhaldslús er svo lítil að það borgi sig ekki að kreista hana til bana áður en hún nær að stækka og bíta." Kannski að íhaldið hafi nú loksins fengið einhvers konar sjálfsofnæmisveiru sem verði því skeinuhætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Æi, litlu skinnin. Ætli klæi ekki voðalega, svona rétt fyrir andlátið? :)

Eygló, 12.4.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Helga

Mér þótti dálíðið fróðlegt að skoða styrkjasamsetningu yfir 1 milljón hjá okkar tveimur stærstu stjórnmálaflokkum....  Út frá því mætti hugleiða ýmislegt,  eins og t.d. það að samfylking nýtur mun fleiri hárra styrkja heldur en sjálfstæðisflokkurinn frá fyrirtækjum.  Finnst okkur það eðlilegt miðað við þá staðreynd að á þessu ári var Sjálfstæðisflokkurinn miklu stærri flokkur.  Svo það að ef við drögum frá þessa "ruglháu" -styrki sem Sjálfstæðisflokkur fékk frá FL og Landsbanka að þá kemur í ljós að Samfylking sem hafði á bak við sig MIKLU FÆRRI KJÓSENDUR fékk MIKLU MEIRI PENING...  Hvað segir það okkur?  Tengdust kannski peningamennirnir og sukkið meira samfylkingunni?  Ég spyr nú bara sem almennur kjósandi....  Ef flokkar eiga að heita rætnir fyrir að þiggja mikinn pening, eru þeir þá eitthvað betri þótt þeir þiggi mikið (langt yfir fyrirhuguðum hámörkum) af mörgum.....?  Var ekki verið að setja lög 2007 um hámark 300.000 kr. framlag?  Samfylking er með miklu fleiri styrki háa, þótt hún hafi ekki tvo risastyrki þar á meðal.  Og af hverju fékk samfylking risaframlög (svona marga styrki yfir milljón) 2006 rétt áður en lögin voru sett?  Eru þeir eitthvað minna sekir en Sjálfstæðismenn?  Þeir fengu jú bara 9 milljónir 2005 og 11 milljónir 2007.....  Er þá ekkert skrítið að þeir fái 36.000.000 (og það bara frá fyrirtækjum 2006)? 

Ef "ruglstyrkirnir" 2006, sem 99% sjálfstæðismanna eru sammála um að séu rugl þótt þeir hafi verið löglegir   eru dregnir frá styrkjum yfir einni milljón frá fyrirtækjum, kemur í ljós að LANG STÆRSTI FLOKKUR Íslands á þeim tíma, er með 30% minni fjárframlög frá fyrirtækjum heldur en næststærsti flokkurinn......     Og svona í lokin, ekki var sjálfstæðisflokkur með styrk frá Baugi... og.... skuldaði ekki Jón Ásgeir langt umfram það sem m.a. Kárahnjúkavirkjun kostaði okkur?   Var fyrirgreiðsla í gangi?  Samfylking var jú í stjórn...?  Viðskiptaráðherra, Bankamálaráðherra vr jú samfylkingarmaður.....  Leggið nú saman tvo og tvo....

Styrkir Samfylkingar frá 2006 (yfir einni milljón)Actavis hf. 3.000.000
Baugur Group hf. 3.000.000
Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
Eimskipafélag Íslands 1.000.000
Exista ehf. 3.000.000
Eykt ehf. 1.000.000
FL-Group hf. 3.000.000
Glitnir 3.500.000
Kaupþing 5.000.000
Ker hf. 3.000.000
Landsbanki Íslands 4.000.000
Milestone 1.500.000
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
Teymi ehf. 1.500.000
Samtals  36.000.000
  

Styrkir Sjálfstæðisflokks frá 2006 (yfir einni milljón)

Exista hf.

3.000.000
FL-Group hf.30.000.000
Glitnir banki hf. 5.000.000
KB-banki hf.4.000.000
Landsbanki Íslands hf. 5.000.000
Landsbanki Íslands hf.25.000.000
MP-Fjárfestingarbanki2.000.000
Straumur-Burðarás hf.2.500.000
Tryggingamiðstöðin2.000.000
Þorbjörn hf.2.400.000
Samtals80.900.000

Frádregið ruglið:  55.000.000

SAMTALS:          25.900.000 

Helga , 12.4.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Eygló

Sukkið, siðleysið og hneykslanin fer bara eftir því hver skrifar um hvern; hvað flokki ritarinn tilheyrir.

Nú er ég EKKI að vísa til eins né neins. Get ekki ímyndað mér annað en að allir flokkar hafi þegið það sem bauðst. Hví hneykslast á því nema maður vilji koma óorði á einhvern flokkinn,svo,,, í svo mörgum flokkum er urmull fólks sem getur skotið hvert á annað;  "krydsild - crossfire".  Ég vorkenni þeim, sama hvar í flokki, að þurfa að sífellt að leita að einhverjum til að gera tortryggilegan.

Eygló, 12.4.2009 kl. 17:58

4 identicon

Arnþór minn ... það ljúga nú fleiri en Sjallarnir.

Hvað með Björku Vilhelms núna síðast? Hún situr uppi með eldrauðan bossann eins og kritiker nýbúinn að birta ritdóm um leikrit, sem hann nennti ekki að fara að sjá.

Hins vegar og af því að það kom sérstaklega fram hjá Helgu hérna að ofan, þá hef ég sjaldan dáðst eins mikið að pólitískri snilli og lævísi nokkurs manns og fv. viðskiptaráðherra.  Það hlýtur að teljast snilld ársins að segja auðmjúkur af sér og treysta á að að gullfiskaheilar Samfylkingakjósenda verði búnir að gleyma afglöpum hans og vanhæfni þegar kæmi að prófkjöri.

Kup, sem gekk algjörlega upp!

Siggi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 19:47

5 identicon

Hjartanlega sammála þér Helga!

Það er ótrúlegt hvernig fjölmiðlar já og bloggarar horfa framhjá því að "Samspillingin" hefur þegið hlutfrfallslega miklu stærri styrki m.a. frá Jóni Ásgeiri svo ekki sé talað um beinan og óbeinan ókeypis auglýsingarkostnað og umfjöllun í 365 miðlunum og undirróðurs skrif í Fréttablaðinu.

Gott að einhver bendir á hina hlið þessa asnalega máls sem henntar vinstri flokkunum svo vel til að beina athyglinni frá vanhæfri stjórn!!!!

Birna (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband