Eitt kg af kínverskri tónlist og fleira

Vinkona mín frá Hong Kong, Florence Ho Hauching, dvelur nú hjá okkur hjónum um stundarsakir. Við kynntumst í torquay í Bretlandi haustið 1978 og höfum verið vinir síðan. Lagið Vinátta, sem er í tónlistarspilaranum, er tileinkað henni. Þar er vitnað í lagið Austrið er rautt bæði í undirleik og laglínu og sagði hún að ég væri "too communistic" þegar hún heyrði það fyrst.

Florence fyllti húsið af gjöfum og færði mér m.a. eitt kíló af kínverskri tónlist, m.a. sinfónískar útsetningar af aríum úr kínverskum byltingaróperum, hinar mestu gersemar.

Í gær hlýddum við messu í Hallgrímskirkju, fórum í gönguferð og þágum matarboð hjá Sigtryggi og Dóru. Í dag skoðuðum við Kjarvalsstaði, Listasafn Reykjavíkur, Grasgarðinn í Gaugadal og Reykjavík 871 +-2, þá merku fornleifasýningu. Þar fá menní hendurnar prýðilega leiðsögn á litlum tónhlöðum. Er það til mikilla bóta. Eini gallinn er sá að menn geta ekki farið fram og aftur um sýningarskrána. Sjálfsagt verður bætt úr því sem öðru.

Florence hefur ekki komið hingað í 22 ár. Það er gaman að hitta gamla vini og finna óslitinn vináttuþráð millum hennar og okkar hjónanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband