Í vetur sótti ég um starf hjá blindrabókasafni Íslands sem síðar var fært til Þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Mér var hafnað og var ekki einu sinni talinn á meðal þeirra þriggja sem taldir voru hæfir til starfsins, sem fólst m.a. í gerð bóka með blindraletri og yfirfærslu efnis.
Auglýsingin var þannig orðuð að vart var hugsanlegt að nokkur blindur einstaklingur fengi starfið. Ég bjóst við að nýr forstöðumaður endurmæti starfið og beitti til þess faglegum forsendum. Svo varð ekki og verður því enn ný stofnun á stigi vanþekkingar sem hefði mátt bæta úr.
Ég hafði hugsað mér að leggja fram stjórnsýslukæru vegna auglýsingarinnar sem ég tel að hafi verið til þess ætluð að blint fólk sækti ekki um starfið. Ég hef nú horfið frá því. Áframhaldandi barátta ýtir undir neikvæðar tilfinningar mínar og ég þarf á öllu öðru að halda en að dragnast með neikvæð viðhorf frá liðinni tíð. Því hörfa ég af vettvangi.
Tími er til komin að ég segi skilið við málefni fatlaðra og leiti ekki framar eftir störfum á þessum vettvangi. Hafi aðrir áhuga á að hefja kyndilinn á loft gera þeir það. Minni baráttu, sem staðið hefur í 35 ár, er hér með lokið.
Ég óska þeim, sem hugsa sér að halda áfram, velgengni. Ég stend framvegis á hliðarlínunni, fylgist með og legg hverju máli lið eftir því sem verkast vill.
Eitt er víst. Nýr forstöðumaður hefur brugðist faglegum væntingum.
Úrskurður Þekkingarmiðstöðvarinnar vegna starfsins fer hér á eftir og er fólk hvatt til að kyna sér efni hans.
Arnþór Helgason
Tjarnarbóli 14
170 Seltjarnarnesi
Reykjavík 12. mars 2009
Tilv.: FEL08020053/1100
Vísað er til erindis yðar í tölvubréfi, dags. 2. mars 2009, þar sem óskað er eftir því að skýrð verði ákvörðun um "að ekki geti orðið að ráðningu í starf við yfirfærslu efnis á blindraletri sem auglýst var á Starfatorgi 16. nóv. - 1.des. 2008".
Staðan var auglýst á Starfatorgi 16. Nóvember-1. desember 2008. Í auglýsingunni kemur fram að óskað er eftir einstaklingi til að vinna að yfirfærslu efnis af svartletri og yfir á blindraletur, stækkað letur og þreifiefni. Í því felist meðal annars:
- Öflun bókar/efnis.
- Að koma efninu yfir á rafrænt lesanlegt form.
- Að yfirfæra efnið á það form sem notandi þarf.
- Þátttaka í hönnun og útfærslu framsetningar efnis.
- Að tryggja gæði framleiðslunnar.
- Að fylgjast með nýjungum á sviðinu.
- Að taka þátt í þróun nýjunga og umbótarverkefnum.
- Samskipti og samstarf við annað fagfólk, innanhús og utan, innanlands og erlendis.
- Þátttaka í rannsóknarvinnu.
- Fræðsla, kynningar og upplýsingamiðlun til aðstandenda, annarra þjónustuaðila og samfélags.
Um menntunar- og hæfniskröfur segir svo í auglýsingunni:
- Menntun sem nýtist í starfi, til dæmis í tengslum við kennslu, íslenskt mál, stærðfræði, prentun o.s.frv.
- Hæfni og þekkingu á framsetningu rit- og myndefnis.
- Að kunna eða vera tilbúinn að læra blindraletur og annað sem tengist starfinu.
- Að hafa þekkingu á eða vera tilbúinn að læra að yfirfæra efni á blindraletur, stækkað letur, rafrænt form og þreifiform.
- Mjög mikil færni og reynsla í notkun tölva, jaðarbúnaðar þeirra og hugbúnaðar, þ. á m. Word, Excel, PowerPoint, Acrobat Adobe, Photoshop og skönnunarforrita.
- Lipurð í mannlegum samskiptum og mikil þjónustulund.
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi.
- Lausnarmiðuð hugsun.
- Góð færni í ritaðri og munnlegri íslensku og ensku er skilyrði, færni í Norðurlandamáli er kostur.
Í auglýsingu kom einnig fram að öllum umsóknum yrði svarað og umsókn um starfið gilti í sex mánuði.
Alls bárust 29 umsóknir en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Við ráðningu í opinbert starf gildir sú óskráða regla stjórnsýsluréttarins að velja beri hæfasta umsækjandann. Hér á landi eru ekki lögfestar reglur um hvaða sjónarmið stjórnvöld skuli leggja til grundvallar við mat á því hver teljist vera hæfasti umsækjandinn þegar almennum hæfisskilyrðum sleppir og þeim skilyrðum sem kunna að vera sett í löggjöf um viðkomandi starf eða í stjórnvaldsfyrirmælum. Í samræmi við ólögfesta meginreglu stjórnsýsluréttarins þurfa þau sjónarmið sem ákvörðun um skipun byggist á að vera málefnaleg, svo sem sjónarmið um menntun, starfsreynslu, hæfni, mannleg samskipti og hæfileika til stjórnunar ef um stjórnunarstarf er að ræða. Mikilvægt er að dregnar séu málefnalegar ályktanir af þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu um umsækjendur. Við val á hæfasta umsækjandanum verður að fara fram heildstæður samanburður milli allra umsækjanda og þannig velja þann hæfasta úr hópnum.
Þá skal þess gætt að þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda séu í samræmi við það sem fram kemur í auglýsingu um starfið.
Eftir að umsóknarfresti lauk var ákveðið að bíða með ráðningu í starfið þar til ný Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga tæki til starfa en yfirfærsla efnis fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga hjá Blindrabókasafninu færðist þá til nýju miðstöðvarinnar. Í lok janúar síðastliðins voru tekin viðtöl við fjóra einstaklinga sem höfðu verið valdir úr hópi umsækjenda. Þá hafði settur forstjóri, skrifstofustjóri og lykilstarfsmaður í deild þeirri sem sér um yfirfærslu efnis kynnt sér feril og störf umsækjenda með sérstöku tilliti til þeirra atriða og krafna sem tilgreindar voru í auglýsingu um starfið.
Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að velja þann umsækjanda sem telst hæfastur til að gegna viðkomandi starfi. Stjórnvaldi er því skylt að gera heildstæðan samanburð á framkomnum umsóknum þar sem megináhersla skal lögð á þau atriði sem geta varpað ljósi á væntanlega frammistöðu í starfi.
Niðurstaða þeirra sem komu að viðtölum við umsækjendur var sú að ráða Oddberg Eiríksson til þess starfs sem auglýst var.
Oddbergur Eiríksson er með B.A.-próf í íslensku frá Háskóla Íslands. Auk þess er Oddbergur með M.Paed.-próf sem samanstendur af 30 einingum á meistarastigi í íslensku auk 15 eininga í kennslufræði sem veitir kennsluréttindi í framhaldsskóla.
Oddbergur hefur meðal annars starfað hjá Íslenskri getspá þar sem hann hefur séð um uppsetningu á textavarpi. Hann starfaði sem stundakennari við yfirferð á verkefnum nemenda við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Einnig starfaði Oddbergur við prófarkalestur á flutnings- og þýðingardeild 365 Ljósvakamiðla þar sem hann las yfir fyrir sjónvarpsstöðvar, fréttastofu, dagblöð og tímarit. Loks hefur Oddbergur starfað sem tækniritari og skrifað texta fyrir kerfi og hugbúnað sem hannaður var hjá Landsbankanum ásamt prófunum á kerfum bankans. Oddbergur hafði einnig umsjón með vefjum Landsbankans og dótturfyrirtækja hans erlendis sem meðal annars krafðist mjög góðrar þekkingar og færni á framsetningu rit- og myndefnis. Oddbergur býr yfir víðtækri reynslu af notkun tölva, jaðarbúnaðar þeirra og hugbúnaðar. Málakunnátta Oddbergs er ágæt í ensku, dönsku, frönsku og þýsku.
Þá kom einnig fram í umsögnum um Oddberg að hann hefur til að bera sérstaka hæfni í mannlegum samskiptum. Honum er lýst sem afar dugmiklum einstaklingi þar sem færni og mikil þjónustulund einkennir framgöngu alla.
Með vísan til þess sem að framan er rakið var það sameiginleg niðurstaða þeirra sem stóðu að viðtölum og ráðningunni að Oddbergur Eiríksson hafi verið hæfasti umsækjandinn í starf við yfirfærslu efnis við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
F.h. Huldar Magnúsdóttur forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga,
Anna Kristín Kristinsdóttir skrifstofustjóri
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.4.2009 | 16:12 (breytt kl. 21:24) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319698
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.