Kosningaráðgjöf mbl.is

Eins og lesendur þessarar bloggsíðu vita er ég mikill aðdáandi fjölmiðilsins mbl.is og við flest til vinna að staða hans sé sem best og sterkust. Þess vegna ákvað ég að leita ráða hjá miðlinum og svaraði spurningunum í kosningakompásnum.

Ekki verður þess getið hér hvernig ég svaraði spurningunum. Niðurstöðurnar voru þær að ótrúlega lítill munur er á svörum flokkanna.

Skoðanir mínar virðast einna helst samræmast Frjálslynda flokknum og Vinstri grænum, en báðir flokkarnir skoruðu 92%. Neðstur á blaði varð Sjálfstæðisflokkurinn með 85% en Samfylkingin var með 91%.

Hefði spurningunum verið fjölgað um 10 og menn beðnir að taka afstöðu til einstakra þjóðfélagsmála hefði útkoman væntanlega orðið önnur.

Eigi ég að treysta í blindni niðurstöðum kompássins hlýt ég að velja á millum Frjálslynda flokksins og vinstri grænna. Upplausnin, ´sumir frambjoðendur og stefna hans og frammistaða í nokkrum málum valda því þó að ég set hann nálægt Sjálfstæðisflokknum og þó sennilega mun neðar. Þannig leitast ég við að taka sjálfstæða afstöðu sem tekur mið af ráðgjöf kosningakompássins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega gott framtak að bjóða uppá þetta, bráðsnjallt. XO-skoraði hæst hjá mér. Vandamálið er óhæft fólk á listunum. þar er O síður en svo undantekning.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband