Niðurskurðarhnífarnir brýndir

Ýmsum þhykir með ólíkindum að það taki stjórnarflokkana allt að hálfum mánuði að mynda ríkisstjórn. Það flýgur þó fjöllunum hærra að skýringin sé nærtæk: óhjákvæmilegur niðurskurður ríkisútgjalda.

Um daginn var ég á fundi forystumanna menningar- og vináttufélaga sem eiga samskipti við erlend ríki. Bar þar á góma fjárskort þann sem flest félögin glíma við og að starfið innan félaganna væri á fárra herðum þótt þau væru sum býsna fjölmenn. Svo virtist sem árangurinn væri ekki ævinlega í réttu hlutfalli við fjölmenni félaganna.

Margt var skrafað um þjóðmál. Þar á meðal ræddu háskólaborgarar um að vænta mætti niðurskurðar í menntamálum sem næmu um þriðjungi útgjalda þessa árs. Töldu þeir óhjákvæmilegt að hrikta færi í ýmsum stoðum og ræddu m.a. fjölda háskóla í landi sem einungis brauðfæðir nú rúmlega 300.000 sálir.

Almenningur er sjálfsagt þeirrar skoðunar að rétt sé að taka skellinn strax og að menn geri síðan sitt besta til að komast sem fyrst upp úr lægðinni. Hvað sem verður er eitt víst: ríkisstjórnin á erfitt verk fyrir höndum. Fróðlegt verður að sjá hvernig stjórnarandstaðan bregst við. Skyldi hún þvælast fyrir með málþófi og vífilengjum í stað þess að koma með raunhæfar lausnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband