Allt breytist

Nú hefur LÍÚ ljáð máls á að breyta megi kvótakerfinu. Hafa forystumenn samtakanna m.a. gefið ádrátt um að þeir séu reiðubúnir til viðræðna um að fyrirtækjum verði bannað að leigja frá sér kvóta.

Þá bregður svo við að Þórólfur Matthíasson, hagfræðingur, bregst ókvæða við og telur að þar með sé grundvöllur allrar hagræðingar brostinn. Hugnast honum fremur fyrningaleiðin.

Umræðan um kvótakerfið er með öðrum orðum á upphrópanastiginu eins og algengt er hérlendis. Evrópusambandið, Atlantshafsbandalagið, kvótakerfið, allt eru þetta dæmi sem nefna má um mál sem Íslendingar trúa annaðhvort á eða eru algerlega andstæðir.

Niðurstaða fæst væntanlega seint nema gerð verði raunhæf úttekt á þeim leiðum sem til eru til þess að þjóðin nái réttmætri eign sinni. Ef rétt yrði að farið gætu nýjar lausnir styrkt stöðu sjávarútvegsfyrirtækjanna um leið og réttur þjóðarinnar til auðlindarinnar yrði tryggður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Merkilegt að LÍÚ skuli ætið hafa talið sig fara með löggjafarvaldið á þessu sviði, og komist upp með það...

Aðalheiður Ámundadóttir, 9.5.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband