Kínverjar undirbúa þróun risaþotu

Dagblað Alþýðunnar birtir í gær viðtal við Wan Gang, ráðherra tækni og vísinda í Kína. Þar kemur fram að sú tækni, sem þarf til þess að geta hannað og smíða risaþotur, sem uppfylla alþjóðlega gæðastaðla, sé til marks um á hvaða stigiþjóðir séu. Ráðherrann segir að nú sé hafinn undirbúningur að þróun slíkra þotna í Kína og sé það einungis eðlilegur hluti þess starfs sem unnið er að til þess að auka tækniþekkingu Kínverja á öllum sviðum. Ráðherrann lýsir því síðan í viðtalinu hvernig að málum verði staðið. Þegar hafa verið stofnaðir hópar tækni- og vísindamanna til þess að undirbúa verkið. Síðar verða lög að þróun einstakra hluta og framleiðsluferlið undirbúið.

Ráða má af greininni að Kínverjar hyggist hasla sér völl á þessu sviði og segir Wan Gang að það sé einungis eðlilegt framhald af vaxandi sjálfstæði og þekkingu Kínverja á öllum sviðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband