Lausir hundar hafa verið til vandræða á hjólreiða- og göngustígum undanfarin ár. Stundum strjúka þeir frá eigendum sínum og oftar en ekki sleppa eigendur hundunum lausum. Við hjónin höfum margsinnis sloppið naumlega frá óhöppum vegna lausra hunda á göngustígunum og er það hvorki hundum né eigendum að þakka.
Lausaganga hunda er stranglega bönnuð á höfuðborgarsvæðinu. Í raun og veru á að gera slíka hunda upptæka og lóga þeim skilyrðislaust. Dýr- eða mannbítar eiga engan tilverurétt.
Þýðingarlítið virðist að ræða þessi mál við hundaeigendur. Viðkvæmni þeirra gagnvart þessum skepnum er ótrúleg. Hundarnir virðast stundum njóta meiri umhyggju en börn. Þegar kvartað er undan áreitni hundanna er viðkvæðið iðulega þetta: Hundurinn minn bítur aldrei eða Hundurinn minn gerir aldrei nokkrum manni mein.
Þessum Dobermannhundi, sem gerst hefur mannbítur, á skilyrðislaust að lóga. Einnig ætti að setja mun strangari reglur um hvaða hundategundir séu leyfðar hér á landi. Engin ástæða er til að Íslendingar þurfi að hætta lífi og limum vegna illa siðaðra villidýra sem eigendur ímynda sér að séu gæludýr.
Fyrir 12 árum hjóluðum við hjónin um nágrenni Glasgow-borgar í Skotlandi. Í minningunni er þessi ferð hreinasta dásemd. Við ferðuðumst talsvert eftir reiðhjólastígum og áttum einatt leið um óbyggð svæði. Athygli okkar vakti að þar voru lögreglumenn á reiðhjólum sem voru fúsir að veita okkur alla þá aðstoð sem þeir gátu.
Á reiðhjólastígum höfuðborgarsvæðisins sést aldrei lögregluþjónn. Umkvörtunum um hundahald og annað ólögmætt framferði á stígunum er sjaldan eða aldrei sinnt.
Íslendingar eru því miður agalausir lögbrjótar og skilja sjaldnast fyrr en skellur í tönnum, þótt reynt sé að fara að þeim með góðu. Því er full ástæða til að löggæsla á stígunum verði sýnileg. Hjólreiðar hafa þar að auki góð áhrif á alla og lögreglan er þar engin undantekning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.5.2009 | 09:34 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Húsdýr eru ekki leikföng og því getur svona komið upp, að hundur bíti mann, hestur berji (sparki) frá sér, köttur klóri eða bíti og hænur goggi í önnur dýr í umhverfinu.
Þó svo að viðkomandi dýr sé á tveimur fótum og tali, getur svo verið, að háttsemi þess sé ekki við hæfi í samskiptum við hin dýrin.
En það verða ætíð til menn, karlar og konur, sem ekki eiga að halda heimilisdýr líkt og sumir ættu að láta eiga sig að eignast eða umgangast börn, vegna þeirra áhrifa sem þau hafa á viðkomandi einstaklinga og óhæfi til uppeldis. Það verður svo hvað sem menn rembast við að líta framhjá því.
Einnig verða ætíð til aðilar sem banna vilja alla skapaða hluti sem ÞEIM henta ekki. Sumir vilja banna sumar tegundir húsdýra og svo eru þeir sem eru ,,rasistar" í undirtegundum viðkomandi dýrategundar. Allt er þetta þekkt.
Svo eru þeir sem banna vilja sumar skoðanir og hemja tjáningafrelsi um þau og telja sig hafa ríkari rétt til þess en hinir sem hugsa öðruvísi.
Allt er þetta þekkt í Mannheimum ob mun svo verða á meðan menn ganga á tveimur og tala.
Með virðingu fyrir skoðun, bæði pólitískri og á dýrum svona yfirleitt.
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 20.5.2009 kl. 10:04
Afsakið í niðurlaginu vantaði inn í ,,þinni " í málsgreininni um með virðingu fyrir ;þinni; skoðun.......................
mbk
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 20.5.2009 kl. 10:07
Ég gekk mikið í góða veðrinu um helgina og það eina sem skyggði á langa og góða göngutúra í yndislegri sólinni voru *"#$&'' hjólreiðamennirnir. Þeir þeystu framhjá mér og sendu mig þannig jafnan í nokkra hringi á göngustígum borgarinnar. Í mínum huga er þar um leiðigjarnara vandamál en einhverja hvutta. Hundar sem bíta eiga að sjálfsögð að fara sína leið en fæstir gera það og óþarfi að dæma alla sem einn (það skal tekið fram að ég á ekki hund). Ég vil frekar banna hjólreiðafólk á göngustígum, eða alla vega setja hraðatakmörk á hjólarana
Þannig að Bjarni hefur rétt fyrir sér, ætíð verða til aðilar sem banna vilja alla skapaða hluti sem ÞEIM henta ekki.
Kolbrún (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 12:21
Ég get tekið undir flest sem Bjarni og Kolbrún minnast á í athugasemdum sínum. Framferði sumra hjólreiðamanna er með ólíkindum og bitnar það jafnt á gangandi sem hjólandi vegfarendum. Í raun þyrfti að gera stórátak til að kenna hjólreiðamönnum að virða umferðarlög.
Fyrir nokkrum árum tókum við hjónin þátt í hóphjólreiðum ofan úr Mosfellsbæ að Perlunni. Hópnum fylgdu lögregluþjónar á bifhjólum. Virtust þeir takmarka hraðann við 20 km á klst. Þar sem fara saman göngu- og hjólreiðastígar ætti að takmarka hraða hjólreiðafólks við 20 km.
Nú hefur verið lagður sérstakur hjólreiðastígur meðfram Ægisíðunni. Ótrúlegt er að sjá hversu margir hjólreiðamenn nota ennþá göngustíginn á þessari leið.
Það er nauðsynlegt að auka umræðuna um tillitssemi fólks hvort sem um er að ræða hundaeigendur, hjólreiðamenn eða gangandi vegfarendur. Sýnileg löggæsla á stígunum gæti orðið liður í slíkri viðleitni.
Arnþór Helgason, 20.5.2009 kl. 13:06
Sonardóttir mín, sem er sex ára, var í heimsókn hjá vinkonu sinni í næsta húsi fyrir skömmu, á heimilinu er hundur. Hundurinn gerði sér lítið fyrir og beit sonardóttur mína og það til blóðs. Móðir stúlkunnar, eigandi hundsins, sagði við sonardóttur mína að hundurinn hafi ekki bitið hana heldur aðeins glefsað í hana. Stelpan var að sjálfsögðu skelkuð, blá og marin auk þess sem blæddi úr sárinu. Síðan hefur komið í ljós að sonardóttir mín er fjórða stúlkan sem kemur inn á þetta heimili og verður fyrir biti.
Mér finnst forkastanlegt að fólk skuli leyfa sér að vera með svona dýr innan um börn. Konan vill ekki lóga hundinum strax því hún vill fyrst fá hvolpa undan dýrinu, þvílík og önnur ein heimska.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.5.2009 kl. 16:00
Já. Hundar geta verið skemmtilegar skepnur. Vandamálið er að margir hundaeigendur halda að hundarnir þeirra séu einhvers konar manneskjur. Sem hafi nokkurs konar mannréttindi. Þessir hundaeigendur eiga það til að umgangast hundana sem manneskjur. Og ef maður setur þetta í það semhengi er augljóst af hverju fólkið vill ekki láta lóga hundunum. Ég tel hins vegar að margir þeir sem fái sér hund ráði ekki við það verkefni með oft slæmum afleiðingum fyrir bæði hundinn og saklaust fólk í umhverfinu. Í hinum mismunandi hundategundum er búið að rækta upp mismunandi eiginleika. Oft held ég að fólk gleymi að velja sér hundategund sem hentar lífsstíl og persónuleika eigendanna. Rólegheitafólk velur sér veiðihunda í og geðlurður velja sér varðhunda í stað þess að velja sér kjölturakka og letidýr. Kannski af því að hundurinn passar við einhverja ímynd.
Örn (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:45
Hundur sem hefur bitið EINU SINNI er kominn á bragðið og því miður ekki lengur hæfur til að vera innan um fólk, sérstaklega börn.
Ég hef alltaf talið mér trú um að Rottweiler og Dobermann væru BANNAÐIR hér. Ekki þar fyrir, fólk lætur ekki allt, bönn aftra sér. Þessar tegundir eru orðlagðar fyrir fólsku á stundum. Ekki misskilja, þeir eru sumir/margir yndislegir eins og aðrir hundar/dýr. Svo geta englar, eins og Labrador, farið í hálfgerðan árásargír, stundum/sumir. Sér í lagi þeir blönduðu.
Um hjólreiðamenn gildir það sama og um hunda; sumir eru ekki hæfir innan um aðra.
Eygló, 20.5.2009 kl. 23:10
Það segir sig sjálft að hundurinn beit ekki konurnar að ástæðulausu, það segir sig sjálft af því þetta voru tvær kerlingar! og þær eru alltaf að kvarta og hafa ábyggilega verið hræddar við hundinn og hundar skynja hvernig fólk líður og ef fólk er hrætt við hundana þá fara hundarnir að verja sig, að auki þá er þetta náttúrulegt eða þetta er náttúran og þessi regla um að leyfa ekki hunda að vera lausa í borginni er bara fáránlegt, hvernig á fólk að leyfa hundunum sínum að fá almennilega hreyfingu. Þá segir fólk alveg örugglega: það á þá bara fólk í sveitinni að eiga hunda" ÞAÐ ER BARA ÞVÆLA, fólkið sem þola ekki hunda í bænum, sórrý bara, en þau eru hvort sem er hluti af lífinu hér á jörð. Að svæfa dýr fyrir svona kerlingu ( sem viðurkennir ekki að hundar er hluti af lífríkinu á jörðinni, eins og menn ) þetta væri eins og að segja ef eitthver " geðveikur maður færi að labba að manneskju og biti manneskjuna í lærið og þá bara væri " svæft hann" " Ég á Labrador hund og hann er ekkert árasargjarn, en hann sýnir grimmd þegar annað fólk t.d. myndi reyna að brjóta inn, sem er eðlilegt og það er eðlilegt að þeir verða grimmir þegar fólk er að sýna hræðslu við þá, eins og ég sagði áðan að það er augljóst að þessi kerling hefur orðið allt of hrædd og hundurinn hefur skynjað, fólk verður bara að kynnast almennt dýrum og hér aðallega um hunda betur.
Jónsi (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 23:45
Vandi okkar hjólamanna eru iðulega gangandi vegfarendur sem eru algerlega einir í sínum heimi, ganga á hjólabrautum eða í þverfylkingu yfir göngu/hjólastíga. Gangandi vegfarendur gleyma því nefninlega að við hjólafólkið notum stígana til að komast milli A og B á sem skemmstum tíma. Þetta eru okkar leið í og úr vinnu. Meðan flestir gangandi eru í heilsubótargöngu eða bara að losa um spennu með afslappandi göngutúr.
En ég er líka algerlega sammála því að á höfðuborgarsvæðinu verður að búa til aðskilda stíga, einn fyrir hjól og annan fyrir Gangandi vegfarendur.... þetta tvennt á nefninlega alls enga samleið. Hins vegar á ég eftir að sjá gangandi vegfarendur virða rétt hjólreiðamanna á hjólastígum ef svo ólíklega vildi til að þeir yrðu lagðir.
Öll verðum við að sýna tillit og þar eru hjólamenn ekkert undanskildir frekar en gangandi vegfarendur.
Hvað hundana varðar þá eru Dobermann og Rottweiler ekki bannaðir.
Örvar (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 00:55
Já, já,já, maður sér iðulega fólk ganga á "röndinni" sem hjólreiðafólki er ætluð. Þótt feitmálað sé reiðhjól (karl á reiðhjóli :) og hluti gangandi umferðar sé a.m.k. tvöfalt breiðari.
Talandi um að vera "í sínum heimi". Það er stundum ómögulegt að hafa samskipti/tjáskipti eða nokkuð af því tagi... mér finnst allir vera með eyrun stoppuð af æpotum eða álíka.´
Ökumenn (bíla) vita margir ekki hvað stöðvunarlína er; láta sig "rúlla" aðeins eða beinlínis aka að fremstu brún. Svo kemur maður á hjóli, verður að stíga af og skjóta sér framhjá til að komast á stíginn hinum megin. Líka vont þegar maður er með barnavagn.
Kæri Arnþór, þér er nú sennilega nóg boðið, notkun síðunnar þinnar á ég við. Þú fjallar um hundahald og ég er komin út í barnavagna. : ) En kannski rekst "spjall" einmitt svona. Erum við ekki samt (blogg)vinir?
Eygló, 21.5.2009 kl. 01:17
Tómas: Í því tilviki sem þú nefnir, hefði verið rétt að fara með stúlkuna til læknis, láta sprauta hana og taka myndir í bak og fyrir. Fá síðan áverkavottorð hjá lækninum og kæra eiganda hundsins og krefjast þess að hún borgi skaðabætur og að hundinum verði lógað.
Sigurjón, 21.5.2009 kl. 01:35
Örvar og Maíja, í fyrravor var ákveðið að hætta að sérmerkja hjólreiðastíga á göngustígum þar sem gangandi vegfarendur og hjól eiga ekki samleið á sama stíg. Þessar línur voru ekki endurnýjaðar í fyrra og ekki heldur í sumar (nema einhver borgarstarfsmaðurinn klikki illilega), þessi ákvörðun var tekin í samráði við hjólreiðamenn.
Þess vegna bítur hundurinn
Hundar bíta börn vegna þess að þeir eru að standa vörð um eitthvað, þeir eru óöruggir eða eru haldnir sársaukafullum sjúkdómi. Þessar þrjár ástæður eru algengustu ástæður þess að hundar bíta börn samkvæmt því sem sagt er frá á vefmiðli Berlingske Tidende. Þar er vitnað í bandaríska rannsókn sem gerð var á 111 hundum sem bitið höfðu börn undir 18 ára aldri.
Þegar heimilishundurinn bítur barn kemur það sjaldnast sem þruma úr heiðskíru lofti. Margir hundanna hafa bitið áður þó svo að það hafi ekki verið barn. Og í flestum tilfellum hafa verið endurtekin merki um árásarhneigð hundsins.
Í fyrrgreindri rannsókn voru hundsbitin greind eftir ákveðnu munstri, eftir aldri barnsins, hversu vel hundurinn þekkti barnið og í hvaða aðstæðum barnið og hundurinn voru. Yngstu börnin voru oftast bitin vegna þess að hundinum fannst leikföngum sínum eða mat vera ógnað. Eldri börn voru bitin þegar hundurinn stóð vörð um yfirráðasvæðið sitt. Ókunnug börn voru oftast bitin ef þau komu óvænt hlaupandi inn á yfirráðasvæði hundsins.
Í 77 prósent tilfellum var hundurinn óeðlilega taugaveiklaður og sýndi merki um óöryggi vegna hávaða og snöggra hreyfinga. Margir hundanna sýndu merki um árásarhneigð þegar þeim fannst sér á einhvern hátt ógnað. Um helmingur hundanna var með einkenni um að þeir væru haldnir sársaukafullum sjúkdómi sem vitað er að getur gert hunda árásargjarna. Aðeins 19 prósent hundanna höfðu aldrei áður bitið manneskju en flestir höfðu þó ekki bitið barn áður.
Að sjálfsögðu er það hundaeigenda að passa hundinn innan um gestkomandi börn á eigin heimili, sérlega þegar þeir eiga sér sögu um glefs eða bit.
Má bjóða einhverju ykkar að fá eftirfarandi "athugasemd" ?
Ég fékk þá spurningu á mánudaginn var frá þeim sem bar út póstinn, áður en gengið var upp tröppurnar til mömmu minnar hvort hundurinn "biti" ? Já póstinum er ekki einu sinni óhætt þó hundurinn sé í fylgd tveggja fullorðinna (mamma er að nálgast 70 árin)
Er ekki bara farið að vanta kynningu fyrir almenning í sjónvarpi því mikið skelfing eru svona spurningar ömurlegar.
Stubbyr (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 02:45
Ég er rosalega sammála Bjarna Kjartanssyni (og fleirum).
Tómas: Var hundurinn nokkuð af tegundinni Siberian Husky?
Gemini (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.