Hinn 5. júní síðastliðinn sótti ég um sölumannsstarfið sem auglýst var á mbl.is og innan við klukustund síðar var haft samband við mig. Samtalið var mjög jákvætt og þótti mér næsta víst að ég fengi starfið. Í gær var síðan gengið frá því að svo yrði.
Ég vænti þess að nú sé þessari þrautagöngu lokið a.m.k. um stundarsakir. Ég hef að mestu verið atvinnulaus frá því í janúar 2006 þegar ég var rekinn fyrirvaralaust frá Öryrkjabandalagi Íslands. Aldrei fékkst á því nein skýring heldur voru hafðar í frammi dylgjur sem ekki verða rifjaðar hér upp. Tvö síðustu sumur vann ég sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lærði heilmikið á því. Morgunblaðið er einhver besti vinnustaður sem ég hef verið á og er ég bæði stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta gullna tækifæri til þess að starfa sem blaðamaður og ryðja þannig öðrum brautina. Þá hef ég haft með höndum pistla fyrir ríkisútvarpið einu sinni í viku og held því vonandi áfram enn um sinn.
Sölumennska er mér ekki ný af nálinni. Frá árinu 1970-75 vann ég á sumrin sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni að undanteknu sumrinu 1973 þegar við gísli sáum um Eyjapistil. Þá tók ég að mér söluverkefni fyrir lítið fyrirtæki sumarið 1977, en Atvinnumiðlun stúdenta útvegaði mér starfið. Ungur systursonur minn, Birgir Finnsson, var mér til halds og traust þá daga sem verkefnið stóð.
Það verður skemmtilegt að rifja upp sölumannsstarfið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég fékkst við sölumennsku síðast og viðhorfin önnur.
Á þessu atvinnuleysistímabili hefur fjöldi fólks reynst mér afar vel, stappað í mig stálinu og verið mér til halds og trausts. Elín, eiginkona mín, stendur ævinlega við hlið mér sem klettur. Bendir hún mér iðulega á það sem betur megi fara og sér einatt ótrúlegust u lausnir á hlutum sem mér virðast flóknir. Þá hefur fjölskyldan öll reynst mér hið besta og ekki síst Árni, sonur Elínar, en hann hefur einstakt lag á að hefja uppbyggilegar samræður um margvíslegar hliðar tilverunnar. Þótt fleiri verði ekki taldir upp hefur þeim ekki verið gleymt.
Þegar fólk fær jafnjákvæð viðbrögð við umsókn sinni og raun bar vitni 5. júní síðastliðinn hlýtur það að fyllast bjartsýni um leið og því eykst kjarkur.
Starfsfólk Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins hefur einnig reynst hið traustasta í öllum ráðum sem það hefur gefið. Kærar þakkir, þið öll.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | 16.6.2009 | 09:17 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæll og blessaður Arnþór minn. Fyrst af öllu mín innilegasta samúð vegna fráfalls Dóru hans Sigtryggs. Þegar vinir deyja á Fróni þá er maður einhvernveginn svo óendanlega langt í burtu. Hún var góð kona, og traust. Hún var sú sem leiddi mig inn í Pólyfonkórinn á sínum tíma, 1971. Og átti þarafleiðandi óbeint mikil áhrif á mig, það sem seinna varð, að verða tónlistarmaður.
Blessuð sé minning hennar.
Til hamingju með starfið. Það er gott að heyra að þú ert kominn í fast starf aftur. Megir þú dvelja þar sem lengst. Það er ekki gaman að vera atvinnulaus, ég get svo sem rétt ímyndað mér það.
Ég kem til Íslands annan júlí og verð á landinu í tæpa tvo mánuði. Æ, látum nú verða að því að hittast. Ég hugsa oft til ykkar bræðranna, mömmu þinnar og tíma okkar saman í Eyjum. Það gleymist aldrei.
Hjartans kveðjur til ykkar beggja frá Amsterdam,
Jón Þ.
Bumba, 16.6.2009 kl. 09:36
Til hamingju Arnþór og megi þér vegna vel í nýja starfinu.
Sigrún (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 14:06
Innilegar hamingjuóskir með nýja starfið kæri Arnþór. Við óskum þér velfarnaðar í nýju starfi. Bestu kveðjur til Elínar.
Sesselja og Niels
Sesselja og Niels (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.