Tekið í lurginn á formanni Framsóknarflokksins

Formaður Framsóknarflokksins hefur valdið mörgum vonbrigðum með framkomu sinni og málflutningi. Héldu sumir að hann yrði flokknum nýtt upphaf. Hann hjakkar hins vegar í sama gamla stjórnarandstöðufarinu. Þar hefur ekkert breyst. Lýðskrum og málþóf skal það vera.

Sjálfsagt hefur Ástu Ragnheiði hlaupið gamalt framsóknarblóð í kinnar og ákveðið að taka í lurginn á stráknum. Er nema von að forseta Alþingis blöskri misnotkun þessa liðar þingskapanna. Mál er að linni og á núverandi forseti þakkir skildar.


mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég dáist að bjöllutónlistarhæfileikum fyrrum stjórnanda þáttarins "Lög unga fólksins"!

En þetta er nú meira bullið í þér!

Ef á að breyta hefðum í þinginu  - þá á að taka slíka stefnubreytingu upp á fundumforsætisnfndar en ekki í óundirbúnu bjöllusólói!

Auk þess sem athugasemd þingmannsins við störf forseta átti fullan rétt á sér!

Til sumarþings var boðað til að ræða þau brýnu mál sem leysa þarf úr í kjölfar bankahrunsins, endurfjármögnun þeirra, Icesave, ríkisfjármálin og fleira í þeim dúr.

Þess í stað er fjallað um strandveiðar, listamannalaun og þess háttar. Örugglega góð mál, en þau mega alveg bíða haustsins.

Það er forseti Alþingis sem ber ábyrgð á þeirri óstjórn!

Hallur Magnússon, 16.6.2009 kl. 21:39

2 identicon

Ég sé að Hallur Magnússon er með nákvæmlega sömu athugasemd hér og á blogginu mínu við þessa frétt. Nú er að sjá hvort hann svarar þeim spurningum sem beint er til hans.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:22

3 identicon

Ruddaskapur Ragnheiðar Ástur var óforkastanlegur.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 00:55

4 identicon

Ragnheiðar Ástu.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 00:57

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki erfitt að átta sig á, hvers vegna svokallaður "almennur borgari" skrifar úr felum????

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.6.2009 kl. 07:26

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Heldur aumkunarvert að sjá Sigmund glottandi, haga sér eins hálfvita og halda að hann skori prik. Hallast  að því að maðurinn sé  töluvert gallaður.

hilmar jónsson, 17.6.2009 kl. 09:11

7 identicon

Sæll Arnþór iðjumaður. Langt síðan ég hef heimsótt þig á síðuna þína og fór strax spila þessa fallegu tónlist þína meðan ég gluggaði í ritlið. Tek undir með þér um Framsóknarmanninn, en leist vel á hans fyrstu spor. Viltu senda mér netfangið þitt, finn það hvergi hér á síðunni. Ég er með stikill@hotmail.com

Bestu kveðjur til ykkar frá Inga Heiðmari

IHJ (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband